Innlent

Sunn­lendingur með allar tölur réttar í annað sinn á þremur árum

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn vann rúmar tíu milljónir um helgina.
Maðurinn vann rúmar tíu milljónir um helgina. Vísir/Vilhelm

Sunnlendingur var með allar tölur réttar í lottóútdrætti laugardagsins og var það í annað sinn á þremur árum sem það gerist.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að Sunnlendingurinn hafi fengið rúmar tíu milljónir um helgina, en miðinn var keyptur á netinu.

„Maðurinn segist hafa valið sömu tölur um skeið eftir að hafa fyllst sérstakri tilfinningu þegar hann fékk þær í sjálfvali á sínum tíma. Það hugboð skilaði sínu svo sannarlega um síðustu helgi og greinilegt að hjá sumu fólki ríður heppnin ekki við einteyming,“ segir í tilkynningunni.

„Við sjáumst svo aftur eftir þrjú ár,“ á maðurinn svo að hafa sagt þegar hann kvaddi höfuðstöðvar Íslenskrar getspár í vikunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.