Ferðaþjónustan leggur línurnar fyrir kosningarnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2021 11:15 -- Kv. Arnar Foto: arnar halldorsson,Arnar Halldórsson/Arnar Halldórsson Samtök ferðaþjónustunnar hafa sett fram aðgerðir til að hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Er það innlegg samtakanna fyrir komandi kosningabaráttu en framkvæmdastjórinn segir að fylgst verði með því hvernig flokkarnir taki tillögurnar. Tillögurnar eru á fimmta tug og í ellefu flokkum sem varða rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, markaðsetningu erlendis, úrvinnslu skuldavanda og eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi hér á landi svo dæmi séu tekin. Tillögurnar má sjá hér. „Við erum að benda þarna á leiðir til dæmis varðandi bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja sem getur hjálpað til við að ráða fleira fólk. Við erum að horfa á skuldavanda þessara fyrirtækja sem mun að óbreyttu hamla þessari hröðu viðspyrnu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kallað er eftir að virðisaukaskattur í ferðaþjónustu verði lækkaður í sjö prósent til 2025 og tryggingjaldið lækkað myndarlega frá ársbyrjun 2022. Inngrip Seðlabankans í gengisþróun taki skýrt mið af hagsmunum útflutningsgreina, opinberum gjöldum verði frestað og stjórnvöld hafi eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi til að koma í veg fyrir flutning fyrirtækja og þjónustu úr landi. Jóhannes segir stjórnvöld geta liðkað til við skuldavanda fyrirtækjanna líkt og gert var eftir efnahagshrunið 2008 og nefnir þar Beinu brautina sem reyndist vel. „Það er hægt að byggja á því sem áður hefur verið gert og náð þannig góðum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir það ekki hlutverk samtakanna að benda félagsmönnum sínum á hvernig þeir muni haga atkvæðum sínum. „Það er ekki okkar hlutverk að benda okkar félagsmönnu má neitt varðandi það hvernig þeir haga sínum atkvæðum. Við erum að leggja þetta fram sem augljóst innlegg í næstu kosningar því þær hljóta að snúast um efnahagslega endurreisn samfélagsins. Minnkun atvinnuleysis og svo framvegis. Þetta er okkar innlegg í það og eru aðgerðir sem við teljum að skipti þar miklu máli. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hvað flokkarnir ætli að gera í þeim málum. Við vonumst til að flokkarnir taki þessar aðgerðir upp á arma sína, einhverjar að minnsta kosti. Við getum þá séð hvaða skoðanir þeir hafa á þessu og hvernig þeir vilja vinna með þetta áfram inn í næsta kjörtímabil.“ Ferðamennska á Íslandi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Tillögurnar eru á fimmta tug og í ellefu flokkum sem varða rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, markaðsetningu erlendis, úrvinnslu skuldavanda og eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi hér á landi svo dæmi séu tekin. Tillögurnar má sjá hér. „Við erum að benda þarna á leiðir til dæmis varðandi bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja sem getur hjálpað til við að ráða fleira fólk. Við erum að horfa á skuldavanda þessara fyrirtækja sem mun að óbreyttu hamla þessari hröðu viðspyrnu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kallað er eftir að virðisaukaskattur í ferðaþjónustu verði lækkaður í sjö prósent til 2025 og tryggingjaldið lækkað myndarlega frá ársbyrjun 2022. Inngrip Seðlabankans í gengisþróun taki skýrt mið af hagsmunum útflutningsgreina, opinberum gjöldum verði frestað og stjórnvöld hafi eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi til að koma í veg fyrir flutning fyrirtækja og þjónustu úr landi. Jóhannes segir stjórnvöld geta liðkað til við skuldavanda fyrirtækjanna líkt og gert var eftir efnahagshrunið 2008 og nefnir þar Beinu brautina sem reyndist vel. „Það er hægt að byggja á því sem áður hefur verið gert og náð þannig góðum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir það ekki hlutverk samtakanna að benda félagsmönnum sínum á hvernig þeir muni haga atkvæðum sínum. „Það er ekki okkar hlutverk að benda okkar félagsmönnu má neitt varðandi það hvernig þeir haga sínum atkvæðum. Við erum að leggja þetta fram sem augljóst innlegg í næstu kosningar því þær hljóta að snúast um efnahagslega endurreisn samfélagsins. Minnkun atvinnuleysis og svo framvegis. Þetta er okkar innlegg í það og eru aðgerðir sem við teljum að skipti þar miklu máli. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hvað flokkarnir ætli að gera í þeim málum. Við vonumst til að flokkarnir taki þessar aðgerðir upp á arma sína, einhverjar að minnsta kosti. Við getum þá séð hvaða skoðanir þeir hafa á þessu og hvernig þeir vilja vinna með þetta áfram inn í næsta kjörtímabil.“
Ferðamennska á Íslandi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent