Ferðaþjónustan leggur línurnar fyrir kosningarnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2021 11:15 -- Kv. Arnar Foto: arnar halldorsson,Arnar Halldórsson/Arnar Halldórsson Samtök ferðaþjónustunnar hafa sett fram aðgerðir til að hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Er það innlegg samtakanna fyrir komandi kosningabaráttu en framkvæmdastjórinn segir að fylgst verði með því hvernig flokkarnir taki tillögurnar. Tillögurnar eru á fimmta tug og í ellefu flokkum sem varða rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, markaðsetningu erlendis, úrvinnslu skuldavanda og eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi hér á landi svo dæmi séu tekin. Tillögurnar má sjá hér. „Við erum að benda þarna á leiðir til dæmis varðandi bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja sem getur hjálpað til við að ráða fleira fólk. Við erum að horfa á skuldavanda þessara fyrirtækja sem mun að óbreyttu hamla þessari hröðu viðspyrnu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kallað er eftir að virðisaukaskattur í ferðaþjónustu verði lækkaður í sjö prósent til 2025 og tryggingjaldið lækkað myndarlega frá ársbyrjun 2022. Inngrip Seðlabankans í gengisþróun taki skýrt mið af hagsmunum útflutningsgreina, opinberum gjöldum verði frestað og stjórnvöld hafi eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi til að koma í veg fyrir flutning fyrirtækja og þjónustu úr landi. Jóhannes segir stjórnvöld geta liðkað til við skuldavanda fyrirtækjanna líkt og gert var eftir efnahagshrunið 2008 og nefnir þar Beinu brautina sem reyndist vel. „Það er hægt að byggja á því sem áður hefur verið gert og náð þannig góðum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir það ekki hlutverk samtakanna að benda félagsmönnum sínum á hvernig þeir muni haga atkvæðum sínum. „Það er ekki okkar hlutverk að benda okkar félagsmönnu má neitt varðandi það hvernig þeir haga sínum atkvæðum. Við erum að leggja þetta fram sem augljóst innlegg í næstu kosningar því þær hljóta að snúast um efnahagslega endurreisn samfélagsins. Minnkun atvinnuleysis og svo framvegis. Þetta er okkar innlegg í það og eru aðgerðir sem við teljum að skipti þar miklu máli. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hvað flokkarnir ætli að gera í þeim málum. Við vonumst til að flokkarnir taki þessar aðgerðir upp á arma sína, einhverjar að minnsta kosti. Við getum þá séð hvaða skoðanir þeir hafa á þessu og hvernig þeir vilja vinna með þetta áfram inn í næsta kjörtímabil.“ Ferðamennska á Íslandi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tillögurnar eru á fimmta tug og í ellefu flokkum sem varða rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, markaðsetningu erlendis, úrvinnslu skuldavanda og eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi hér á landi svo dæmi séu tekin. Tillögurnar má sjá hér. „Við erum að benda þarna á leiðir til dæmis varðandi bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja sem getur hjálpað til við að ráða fleira fólk. Við erum að horfa á skuldavanda þessara fyrirtækja sem mun að óbreyttu hamla þessari hröðu viðspyrnu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kallað er eftir að virðisaukaskattur í ferðaþjónustu verði lækkaður í sjö prósent til 2025 og tryggingjaldið lækkað myndarlega frá ársbyrjun 2022. Inngrip Seðlabankans í gengisþróun taki skýrt mið af hagsmunum útflutningsgreina, opinberum gjöldum verði frestað og stjórnvöld hafi eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi til að koma í veg fyrir flutning fyrirtækja og þjónustu úr landi. Jóhannes segir stjórnvöld geta liðkað til við skuldavanda fyrirtækjanna líkt og gert var eftir efnahagshrunið 2008 og nefnir þar Beinu brautina sem reyndist vel. „Það er hægt að byggja á því sem áður hefur verið gert og náð þannig góðum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir það ekki hlutverk samtakanna að benda félagsmönnum sínum á hvernig þeir muni haga atkvæðum sínum. „Það er ekki okkar hlutverk að benda okkar félagsmönnu má neitt varðandi það hvernig þeir haga sínum atkvæðum. Við erum að leggja þetta fram sem augljóst innlegg í næstu kosningar því þær hljóta að snúast um efnahagslega endurreisn samfélagsins. Minnkun atvinnuleysis og svo framvegis. Þetta er okkar innlegg í það og eru aðgerðir sem við teljum að skipti þar miklu máli. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hvað flokkarnir ætli að gera í þeim málum. Við vonumst til að flokkarnir taki þessar aðgerðir upp á arma sína, einhverjar að minnsta kosti. Við getum þá séð hvaða skoðanir þeir hafa á þessu og hvernig þeir vilja vinna með þetta áfram inn í næsta kjörtímabil.“
Ferðamennska á Íslandi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira