Innlent

Gætu spáð fyrir um eld­gos með allt að mánaðar­fyrir­vara

Vésteinn Örn Pétursson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa
Vísindamenn vonast til að með nýrri gervihnattatækni verði hægt að spá fyrir um eldgos með mun meiri fyrirvara en áður.
Vísindamenn vonast til að með nýrri gervihnattatækni verði hægt að spá fyrir um eldgos með mun meiri fyrirvara en áður. Vísir/Vilhelm

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna þróar nú gervihnattatækni sem gæti nýst til að spá fyrir um eldgos allt að mánuði áður en gos hefst.

Eldgos hafa sett svip sinn á árið 2021. Síðustu mánuði hefur gosið á Indónesíu, Sankti Vinsent, Gvatemala, Sikiley og svo að sjálfsögðu hér á Íslandi.

Þótt gosið hér heima hafi ekki ógnað mannabyggðum getur stórhætta stafað af hamförum sem þessum og því vinna rannsakendur hjá NASA nú að því að þróa tækni svo hægt sé að spá fyrir um eldgos mörgum vikum áður en þau verða.

Tarsilo Girona leiðir rannsóknina, en hann starfar hjá Alaska-háskóla. Hann segir flókið verk að fylgjast með eldfjöllum en hægt sé að nýta til dæmis gervihnetti til að reyna að sjá fram í tímann.

„Þessi nýja aðferðafræði þýðir að við munum koma fram með mikið af aukaupplýsingum sem við getum notað til að skilja betur virkni eldfjalla og til að spá fyrir um eldsumbrot. Það er eitt af markmiðunum, að við getum notað þetta til að spá fyrir um eldgos,“ segir Girona.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.