Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2021 13:53 Landsréttur hefur úrskurðað að verkfallsaðgerðir Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Bláfugli hafi verið lögmætar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. Eftir að sýslumaður hafnaði kröfunni í byrjun febrúar skaut Bláfugl málinu til héraðsdóms sem staðfesti ákvörðun sýslumanns. Þetta kemur fram á vef FÍA. FÍA boðaði til verkfallsaðgerða í kjölfar þess að ellefu atvinnuflugmönnum var sagt upp störfum hjá Bláfugli í desember á síðasta ári. Voru uppsagnirnar kynntar í miðri kjaradeilu og voru flugmennirnir ellefu allir meðlimir í FÍA. Í kjölfarið sagðist flugfélagið aðeins ætla að ráða „sjálfstætt starfandi flugmenn,“ sem FÍA segir lýsa gerviverktöku. Í kjarasamningi Bláfugls við FÍA sem rann út 30. júní síðastliðinn er kveðið á um að löglegir félagar í FÍA skuli hafa forgang að þeim verkefnum sem um væri að ræða á hverjum tíma á vegum Bláfugls. Ráðning eða leiga flugmanna til Bláfugls, sem ekki væru félagar í FÍA, skyldu ekki á neinn tefja fyrir framgangi flugmanna í FÍA. Sömuleiðis eigi slíkar ráðningar ekki að leiða til uppsagna félagsmanna FÍA. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að sú meginregla í íslenskum vinnumarkaðsrétti að þegar kjarasamningur rennur út eða honum sagt upp fari réttindi og skyldur samningsaðila í meginatriðum áfram eftir eldri samningi á meðan enn er ósamið og verkfall ekki skollið á. Því hafi forgangsréttarákvæði félagsmanna FÍA ekki fallið úr gildi þegar kjarasamningurinn við Bláfugl rann út. Bláfugl réði til sín tíu flugmenn sem gerviverktaka í byrjun nóvember á síðasta ári, stuttu áður en ellefu félagsmönnum FÍA var sagt upp störfum. Eftir að verkfall FÍA skall á 1. febrúar voru þeir tíu flugmenn, sem ekki eru félagar í FÍA og voru ráðnir til starfa hjá Bláfugli í nóvember, verkfallsbrjótar. Kröfu Bláfugls þess efnis að verkfallsaðgerðir FÍA hafi ekki verið lögmætar var því vísað frá Landsrétti. Bláfugli er einnig gert að greiða FÍA kærumálskostnað. Þá bíður FÍA þess að úrskurður Félagsdóms vegna uppsagna flugmanna Bláfugls liggi fyrir. FÍA höfðaði mál gegn Bláfugli vegna málsins og er málið einnig til skoðunar hjá Vinnumálastofnun. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37 Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00 ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29 Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Eftir að sýslumaður hafnaði kröfunni í byrjun febrúar skaut Bláfugl málinu til héraðsdóms sem staðfesti ákvörðun sýslumanns. Þetta kemur fram á vef FÍA. FÍA boðaði til verkfallsaðgerða í kjölfar þess að ellefu atvinnuflugmönnum var sagt upp störfum hjá Bláfugli í desember á síðasta ári. Voru uppsagnirnar kynntar í miðri kjaradeilu og voru flugmennirnir ellefu allir meðlimir í FÍA. Í kjölfarið sagðist flugfélagið aðeins ætla að ráða „sjálfstætt starfandi flugmenn,“ sem FÍA segir lýsa gerviverktöku. Í kjarasamningi Bláfugls við FÍA sem rann út 30. júní síðastliðinn er kveðið á um að löglegir félagar í FÍA skuli hafa forgang að þeim verkefnum sem um væri að ræða á hverjum tíma á vegum Bláfugls. Ráðning eða leiga flugmanna til Bláfugls, sem ekki væru félagar í FÍA, skyldu ekki á neinn tefja fyrir framgangi flugmanna í FÍA. Sömuleiðis eigi slíkar ráðningar ekki að leiða til uppsagna félagsmanna FÍA. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að sú meginregla í íslenskum vinnumarkaðsrétti að þegar kjarasamningur rennur út eða honum sagt upp fari réttindi og skyldur samningsaðila í meginatriðum áfram eftir eldri samningi á meðan enn er ósamið og verkfall ekki skollið á. Því hafi forgangsréttarákvæði félagsmanna FÍA ekki fallið úr gildi þegar kjarasamningurinn við Bláfugl rann út. Bláfugl réði til sín tíu flugmenn sem gerviverktaka í byrjun nóvember á síðasta ári, stuttu áður en ellefu félagsmönnum FÍA var sagt upp störfum. Eftir að verkfall FÍA skall á 1. febrúar voru þeir tíu flugmenn, sem ekki eru félagar í FÍA og voru ráðnir til starfa hjá Bláfugli í nóvember, verkfallsbrjótar. Kröfu Bláfugls þess efnis að verkfallsaðgerðir FÍA hafi ekki verið lögmætar var því vísað frá Landsrétti. Bláfugli er einnig gert að greiða FÍA kærumálskostnað. Þá bíður FÍA þess að úrskurður Félagsdóms vegna uppsagna flugmanna Bláfugls liggi fyrir. FÍA höfðaði mál gegn Bláfugli vegna málsins og er málið einnig til skoðunar hjá Vinnumálastofnun.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37 Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00 ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29 Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37
Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00
ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29
Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00