Fleiri vilja afnema einkaleyfi Þórgnýr Einar Albertsson og Samúel Karl Ólason skrifa 6. maí 2021 18:13 Hreyfing er komin í viðræður um að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna við kórónuveirunni eftir að Bandaríkjamenn lýstu yfir stuðningi við tillöguna í gærkvöldi. Indverjar og Suður-Afríkubúar hafa talað fyrir tillögunni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) undanfarna sex mánuði. Hundrað af 164 aðildarríkjum hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lagðist gegn afnámi einkaleyfa af nokkurri hörku en nú hefur Joe Biden tekið við embættinu og Bandaríkjamenn skipt um skoðun. Með afnámi einkaleyfa er vonast til þess að hægt sé að stórauka framleiðslu á bóluefnum gegn veirunni. Þannig geti fleiri fyrirtæki framleitt skammta og selt þá á lægra verði til fátækari ríkja. Aðrir leiðtogar stórvelda heimsins virðast taka vel í hugmyndina. „Við erum tilbúin til að ræða þessa tillögu sem Bandaríkin hafa samþykkt um að afnema einkaleyfi á framleiðslu Covid-bóluefna,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, tók í sama streng á daglegum fréttamannafundi. „Kína leggur áherslu á að bóluefni standi öllum til boða. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að öll ríki taki virkan þátt í uppbyggilegum umræðum innan WTO svo farsæl niðurstaða fáist í málið.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fagnaði ákvörðun Bidens mjög í gær og sagði hana mikilvægan áfanga í baráttunni gegn Covid-19. This is a monumental moment in the fight against #COVID19. The commitment by @POTUS Joe Biden & @USTradeRep @AmbassadorTai to support the waiver of IP protections on vaccines is a powerful example of leadership to address global health challenges. pic.twitter.com/3iBt3jfdEr— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 5, 2021 Lyfjaframleiðendur eru ekki jafnhrifnir af tillögunni. AP-fréttaveitan hafði eftir Richard Torbett, framkvæmdastjóra samtaka breskra lyfjaframleiðenda, að tillagan gæti haft öfug áhrif. „Þótt þetta sé vel meint gæti tillagan leitt til hægari framleiðslu og minnkandi trausts fjárfesta. Við þurfum á fjárfestingum að halda til að þróa áfram bóluefni, meðal annars við nýjum afbrigðum veirunnar.“ Þjóðverjar andvígir Þá hafa ráðamenn í Þýskalandi lýst sig andvíga þessum áætlunum og segja að einkaleyfin hafi ekki komið niður á framleiðslu bóluefna. Þá séu einkaleyfi og það að verja hugvit aðila lykillinn að nýsköpun og þurfi að vera það áfram. Þýskaland er stærsta hagkerfi ESB og þar er mjög stór lyfjaframleiðslugeiri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Indverjar og Suður-Afríkubúar hafa talað fyrir tillögunni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) undanfarna sex mánuði. Hundrað af 164 aðildarríkjum hafa lýst yfir stuðningi við tillöguna. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lagðist gegn afnámi einkaleyfa af nokkurri hörku en nú hefur Joe Biden tekið við embættinu og Bandaríkjamenn skipt um skoðun. Með afnámi einkaleyfa er vonast til þess að hægt sé að stórauka framleiðslu á bóluefnum gegn veirunni. Þannig geti fleiri fyrirtæki framleitt skammta og selt þá á lægra verði til fátækari ríkja. Aðrir leiðtogar stórvelda heimsins virðast taka vel í hugmyndina. „Við erum tilbúin til að ræða þessa tillögu sem Bandaríkin hafa samþykkt um að afnema einkaleyfi á framleiðslu Covid-bóluefna,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Wang Wenbin, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, tók í sama streng á daglegum fréttamannafundi. „Kína leggur áherslu á að bóluefni standi öllum til boða. Stjórnvöld gera ráð fyrir því að öll ríki taki virkan þátt í uppbyggilegum umræðum innan WTO svo farsæl niðurstaða fáist í málið.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fagnaði ákvörðun Bidens mjög í gær og sagði hana mikilvægan áfanga í baráttunni gegn Covid-19. This is a monumental moment in the fight against #COVID19. The commitment by @POTUS Joe Biden & @USTradeRep @AmbassadorTai to support the waiver of IP protections on vaccines is a powerful example of leadership to address global health challenges. pic.twitter.com/3iBt3jfdEr— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) May 5, 2021 Lyfjaframleiðendur eru ekki jafnhrifnir af tillögunni. AP-fréttaveitan hafði eftir Richard Torbett, framkvæmdastjóra samtaka breskra lyfjaframleiðenda, að tillagan gæti haft öfug áhrif. „Þótt þetta sé vel meint gæti tillagan leitt til hægari framleiðslu og minnkandi trausts fjárfesta. Við þurfum á fjárfestingum að halda til að þróa áfram bóluefni, meðal annars við nýjum afbrigðum veirunnar.“ Þjóðverjar andvígir Þá hafa ráðamenn í Þýskalandi lýst sig andvíga þessum áætlunum og segja að einkaleyfin hafi ekki komið niður á framleiðslu bóluefna. Þá séu einkaleyfi og það að verja hugvit aðila lykillinn að nýsköpun og þurfi að vera það áfram. Þýskaland er stærsta hagkerfi ESB og þar er mjög stór lyfjaframleiðslugeiri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira