Íslenska módelið og samtrygging Drífa Snædal skrifar 9. apríl 2021 14:30 Á Evrópuvettvangi er stöðugt fjallað um hvernig styrkja megi stéttarfélög og samtal þeirra við atvinnurekendur annars vegar og stjórnvöld hins vegar. Að evrópskum sið skal koma upp miklum sjóðum til að efla þessi samskipti og regluverk skal fylgja. Það er því ótrúlega öfugsnúið að hér á landi eru raddir sem vilja draga úr þessu samtali, miðstýra því og fækka þeim sem eiga aðild að því. Býsnast er yfir tímanum sem samtalið tekur og fjöldanum sem tekur þátt í kjaraviðræðum. Viðkvæðið sem heyrist er að kjarasamningar séu of margir og stéttarfélög of lítil. En þarna liggur einmitt styrkur hins íslenska vinnumarkaðar. Hér er há stéttarfélagsaðild, mikil þátttaka í viðræðum og ákvarðanatöku og stuttar boðleiðir. Kjaraviðræður eru nálægt fólkinu sem þær snerta. Í öðrum löndum þykir þetta eftirsóknarvert en hér hafa einhverjir misst sjónar á þeim verðmætum. Það kemur til okkar kasta að verja þau verðmæti sem við búum við og nýta þau til að bæta lífskjör í gegnum kjarasamninga og styrkingu velferðarkerfisins. Það kemur líka í okkar hlut að verja þær stoðir sem verkalýðshreyfingin byggist á, sem er hugsjónin um samtryggingu. Greitt er af launum fólks í félagssjóði, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði, orlofssjóði, fræðslusjóði og til endurhæfingar. Þegar gefur á bátinn, heilsan brestur, sækja þarf aðstoð til að sækja vangoldin laun, tryggja þarf lífeyri á efri árum eða njóta slökunar, þá má sækja í þessa sjóði sem eru á félagslegum grunni. Sjóðirnir eru ekki bankabækur heldur samtryggingasjóðir. Greitt er eftir getu og uppskorið eftir þörfum. Við skulum alltaf hafa þetta hugfast, ekki síst á tímum nýfrjálshyggju þar sem einstaklingshyggjan ríður húsum. Samspil þessara sjóða við almannatryggingakerfið og velferðarkerfið í heild er svo tilefni til mikilvægrar umræðu sem á að vera stöðug og lifandi án þess að grunnhugsjónin hverfi. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Evrópuvettvangi er stöðugt fjallað um hvernig styrkja megi stéttarfélög og samtal þeirra við atvinnurekendur annars vegar og stjórnvöld hins vegar. Að evrópskum sið skal koma upp miklum sjóðum til að efla þessi samskipti og regluverk skal fylgja. Það er því ótrúlega öfugsnúið að hér á landi eru raddir sem vilja draga úr þessu samtali, miðstýra því og fækka þeim sem eiga aðild að því. Býsnast er yfir tímanum sem samtalið tekur og fjöldanum sem tekur þátt í kjaraviðræðum. Viðkvæðið sem heyrist er að kjarasamningar séu of margir og stéttarfélög of lítil. En þarna liggur einmitt styrkur hins íslenska vinnumarkaðar. Hér er há stéttarfélagsaðild, mikil þátttaka í viðræðum og ákvarðanatöku og stuttar boðleiðir. Kjaraviðræður eru nálægt fólkinu sem þær snerta. Í öðrum löndum þykir þetta eftirsóknarvert en hér hafa einhverjir misst sjónar á þeim verðmætum. Það kemur til okkar kasta að verja þau verðmæti sem við búum við og nýta þau til að bæta lífskjör í gegnum kjarasamninga og styrkingu velferðarkerfisins. Það kemur líka í okkar hlut að verja þær stoðir sem verkalýðshreyfingin byggist á, sem er hugsjónin um samtryggingu. Greitt er af launum fólks í félagssjóði, sjúkrasjóði, lífeyrissjóði, orlofssjóði, fræðslusjóði og til endurhæfingar. Þegar gefur á bátinn, heilsan brestur, sækja þarf aðstoð til að sækja vangoldin laun, tryggja þarf lífeyri á efri árum eða njóta slökunar, þá má sækja í þessa sjóði sem eru á félagslegum grunni. Sjóðirnir eru ekki bankabækur heldur samtryggingasjóðir. Greitt er eftir getu og uppskorið eftir þörfum. Við skulum alltaf hafa þetta hugfast, ekki síst á tímum nýfrjálshyggju þar sem einstaklingshyggjan ríður húsum. Samspil þessara sjóða við almannatryggingakerfið og velferðarkerfið í heild er svo tilefni til mikilvægrar umræðu sem á að vera stöðug og lifandi án þess að grunnhugsjónin hverfi. Höfundur er forseti ASÍ.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun