Sjaldgæfur hvalreki í Eyjafirði vakti athygli Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 16:39 Ekki var annað að sjá en að norðsnjáldrinn væri í góðu líkamlegu ástandi. Mynd/Stefani Lohman Norðsnjáldri af ætt svínhvala fannst rekinn dauður í síðustu viku skammt sunnan við Grenivík í Eyjafirði. Dánarorsök er ókunn en hvalrekinn er sagður teljast til tíðinda þar sem aðeins er vitað um átta önnur tilvik hér við land frá því að skráningu hófst með skipulögðum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Dýrið var 4,73 metrar að lengd, líklega fullorðinn tarfur en stærstir verða norðsnjáldrar 5−5,5 metrar og allt að 1,5 tonn. Kristinn Ásmundsson, bóndi á Höfða II, tilkynnti um hvalrekann eftir að hafa fundið hvalinn í svokallaðri Bót nærri bænum. Hvalshræið var urðað í fjöru þar sem það verður látið rotna. Beinagrindin verður hirt síðar og rannsökuð og einnig má nota hana í sýningahaldi, að sögn Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúrminjasafnsins. Sverrir Daníel Halldórsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, fór á vettvang hvalrekans ásamt Hlyni Péturssyni, útibússtjóra stofnunarinnar á Akureyri, þar sem þeir mældu hvalinn og tóku sýni til nánari rannsókna. Ekkert plast í maga hvalsins Fram kemur í tilkynningu að ekki væri annað að sjá en að norðsnjáldrinn (Mesoplodon bidens) væri í góðu líkamlegu ástandi. Engar fæðuleifar fundust í maga hans og ekkert plast heldur, sem að undanförnu hefur fundist í töluverðu magni í mögum annarra hvala af svínhvalaætt (Ziphidae). Hræið var að lokum urðað í fjöru.Mynd/Stefani Lohman Að sögn Náttúruminjasafnsins lifa norðsnjáldrar, líkt og aðrir tannhvalir, mest á bein- og brjóskfiskum og smokkfiski en almennt er lítið vitað um lífshætti dýranna. „Óvíst er um ævilengd norðsnjáldra, en miðað við aðra svínhvali geta þeir orðið 15−30 ára að jafnaði. Dýrin eru gráleit og dekkri á baki en kviði. Á baki eru oft rispur og rákir, líklega eftir slagsmál. Enda þótt norðsnjáldri tilheyri tannhvölum hefur hann aðeins eitt par af tönnum, líkt og latneska nafn hans gefur til kynna, bidens - tvær tennur. Tennurnar eru á miðjum neðri kjálka, en aðeins í karldýrum því kýrnar eru tannlausar.“ Að sögn Náttúruminjasafnsins finnast norðsnjáldrar í Norður-Atlantshafi, aðallega djúpt úti og meira í því austanverðu en vestan hafs. Norðsnjáldrar halda sig mest fjarri landi djúpt á hafi úti og eru auk þess mjög styggir. Ekki er vitað um stofnstærð tegundarinnar, hvorki hér á landi né hjá Alþjóðanáttúruverndarsambandinu (IUCN) eða Umhverfisstofnun Evrópusambandsins (EEA). Einungis er vitað um átta önnur tilvik hvalreka á ströndum Íslands frá því Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hvalreka með skipulögðum hætti árið 1980. Fyrsti staðfesti fundurinn var árið 1992 við bæinn Ós í Breiðdal og síðasti árið 2018, þegar tarf rak á land í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Dýr Grýtubakkahreppur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Dýrið var 4,73 metrar að lengd, líklega fullorðinn tarfur en stærstir verða norðsnjáldrar 5−5,5 metrar og allt að 1,5 tonn. Kristinn Ásmundsson, bóndi á Höfða II, tilkynnti um hvalrekann eftir að hafa fundið hvalinn í svokallaðri Bót nærri bænum. Hvalshræið var urðað í fjöru þar sem það verður látið rotna. Beinagrindin verður hirt síðar og rannsökuð og einnig má nota hana í sýningahaldi, að sögn Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúrminjasafnsins. Sverrir Daníel Halldórsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, fór á vettvang hvalrekans ásamt Hlyni Péturssyni, útibússtjóra stofnunarinnar á Akureyri, þar sem þeir mældu hvalinn og tóku sýni til nánari rannsókna. Ekkert plast í maga hvalsins Fram kemur í tilkynningu að ekki væri annað að sjá en að norðsnjáldrinn (Mesoplodon bidens) væri í góðu líkamlegu ástandi. Engar fæðuleifar fundust í maga hans og ekkert plast heldur, sem að undanförnu hefur fundist í töluverðu magni í mögum annarra hvala af svínhvalaætt (Ziphidae). Hræið var að lokum urðað í fjöru.Mynd/Stefani Lohman Að sögn Náttúruminjasafnsins lifa norðsnjáldrar, líkt og aðrir tannhvalir, mest á bein- og brjóskfiskum og smokkfiski en almennt er lítið vitað um lífshætti dýranna. „Óvíst er um ævilengd norðsnjáldra, en miðað við aðra svínhvali geta þeir orðið 15−30 ára að jafnaði. Dýrin eru gráleit og dekkri á baki en kviði. Á baki eru oft rispur og rákir, líklega eftir slagsmál. Enda þótt norðsnjáldri tilheyri tannhvölum hefur hann aðeins eitt par af tönnum, líkt og latneska nafn hans gefur til kynna, bidens - tvær tennur. Tennurnar eru á miðjum neðri kjálka, en aðeins í karldýrum því kýrnar eru tannlausar.“ Að sögn Náttúruminjasafnsins finnast norðsnjáldrar í Norður-Atlantshafi, aðallega djúpt úti og meira í því austanverðu en vestan hafs. Norðsnjáldrar halda sig mest fjarri landi djúpt á hafi úti og eru auk þess mjög styggir. Ekki er vitað um stofnstærð tegundarinnar, hvorki hér á landi né hjá Alþjóðanáttúruverndarsambandinu (IUCN) eða Umhverfisstofnun Evrópusambandsins (EEA). Einungis er vitað um átta önnur tilvik hvalreka á ströndum Íslands frá því Hafrannsóknastofnun hóf skráningu hvalreka með skipulögðum hætti árið 1980. Fyrsti staðfesti fundurinn var árið 1992 við bæinn Ós í Breiðdal og síðasti árið 2018, þegar tarf rak á land í Höfðavík í Vestmannaeyjum.
Dýr Grýtubakkahreppur Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira