Lífið

Twin Peaks og Sein­feld-leikarinn Walter Ol­kewicz látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Walter Olkewicz í hlutverki „kapalgaursins“ Nick í Seinfeld.
Walter Olkewicz í hlutverki „kapalgaursins“ Nick í Seinfeld.

Bandaríski leikarinn Walter Olkewicz, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Twin Peaks og Seinfeld, er látinn, 72 ára að aldri.

Leikarinn lést í Kaliforníu á þriðjudaginn eftir „langa baráttu við sýkingar“, að því er segir í frétt Deadline. Sonur Olkewicz, Zak, staðfestir andlátið í samtali við fjölmiðilinn.

Ferill Olkewicz spannaði nærri fimm áratugi. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín á tíunda áratugnum, einna helst sem barþjónninn og féhirðirinn Jacques Renault í þáttunum Twin Peaks. Hann birtist í sama hlutverki í myndinni Twin Peaks: Fire Walk With Me frá árinu 1992 og aftur í Twin Peaks-þáttunum frá 2017.

Olkewicz vakti einnig athygli fyrir hlutverk sitt sem „kapalgaurinn“ Nick í Seinfeld-þættinum The Cadillac frá árinu 1996. 

Olkewicz kom einni fram í þáttum á borð við The Last Resort, Wizards and Warriors, Partners in Crime, Dolly, Who’s The Boss?, Cheers, ER, Family Ties, og Murder, She Wrote.

Leikarinn lætur eftir sig soninn Zak og tvö barnabörn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.