Sport

Fyrrverandi NFL-leikmaður handtekinn fyrir morð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Travis Rudolph situr núna í gæsluvarðhaldi.
Travis Rudolph situr núna í gæsluvarðhaldi. getty/Robin Alam

Travis Rudolph, fyrrverandi leikmaður New York Giants í NFL-deildinni, var handtekinn í gær fyrir morð.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Palm Beach í Flórída var hún kölluð til í gærmorgun vegna skotárásar.

Þegar lögreglan mætti á staðinn var einn maður látinn en annar á leiðinni á sjúkrahús.

Rudolph var í kjölfarið handtekinn vegna gruns um morð og tilraun til manndráps. Hann mætir fyrir dóm í dag.

Rudolph, sem er 25 ára, sló í gegn með Florida State háskólanum en það dugði honum þó ekki til að vera valinn í nýliðavali NFL 2017. 

Giants samdi samt við hann og hann lék með liðinu 2017-18. Síðast var Rudolph á mála hjá Winnipeg Blue Bombers í kanadísku deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.