Erlent

Von á bólu­efni Jans­sen til Evrópu þann 19. apríl

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Janssen er í eigu bandaríska fyrirtækisins Johnson & Johnson.
Janssen er í eigu bandaríska fyrirtækisins Johnson & Johnson. Artur Widak/NurPhoto via Getty

Bóluefni Janssen gegn Covid-19 fer í dreifingu í Evrópu þann 19. apríl næstkomandi að sögn Johnson & Johnson, móðurfyrirtækis Janssen. Bóluefnið hefur þá sérstöðu að ekki þarf tvo skammta af efninu svo það gefi fulla vörn.

Þetta kemur fram í frétt AFP. Bóluefnið fékk markaðsleyfi í Evrópu um miðjan marsmánuð og á Íslandi samdægurs. Það varð fjórða bóluefnið sem fengið hefur markaðsleyfi í Evrópu, og á Íslandi, á eftir bóluefnum Pfizer-BioNTech, Moderna og AstraZeneca.

Evrópusambandið hefur gert samning við Janssen um kaup á 200 milljón skömmtum bóluefnisins með möguleika á 200 milljón skömmtum til viðbótar.

Auk þess að þurfa aðeins einn skammt til að gefa fulla virkni hefur bóluefnið þann kost að auðveldara er að geyma það.

Evrópska lyfjastofnunin gaf bóluefni Janssen grænt ljós í kjölfar þess að niðurstöður prófana, sem framkvæmdar voru í Bandaríkjunum, Suður-Afríku og víða í Suður-Ameríku, leiddu í ljós að efnið gæfi 67 prósenta vörn frá veirunni.


Tengdar fréttir

Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl

Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu.Ísland fær átta þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer á öðrum ársfjórðungi frá því sem áður var gert ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.