Sport

Dag­skráin í dag: Mikil­vægur leikur á Hlíðar­enda, spennandi leikur á Ítalíu og nóg um að vera á Suður­lands­brautinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valsmenn þurfa sigur í kvöld.
Valsmenn þurfa sigur í kvöld. Vísir/Vilhelm

Við hefjum vikuna af krafti á Stöð 2 Sport í dag. Alls eru sjö beinar útsendingar á dagskrá í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.00 er Seinni bylgjan – kvenna á dagskrá en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Olís deildar kvenna. Það má reikna með að bomban hér að neðan verði til umræðu.

Klukkan 18.05 verður farið til Hafnafjarðar þar sem leikur Hauka og Njarðvíkur í Dominos deild karla er á dagskrá. Sléttum tveimur tímum síðar færum við okkur um set og höldum á Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti ÍR.

Við endum svo kvöldið á Suðurlandsbrautinni þar sem Dominos Körfuboltakvöld er á dagskrá klukkan 22.00.

Stöð 2 Sport 2

Stórleikur Inter Milan og Atalanta er á dagskrá klukkan 19.35. Heimamenn þurfa á sigri að halda til að halda forystu sinni á toppi deildarinnar.

Stöð 2 Sport 3

Real Betis tekur á móti Alavés klukkan 19.50.

Stöð 2 E-sport

Game Tíví er á dagskrá klukkan 20.00
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.