„Hann gerði þetta ekki“: Íslendingur sakaður um að hafa myrt fjögurra manna fjölskyldu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2021 14:32 Nikolina óskar þess að faðir hennar fái að snúa aftur til Íslands eða Serbíu. Hún segir að á Íslandi hafi fjölskyldan loks fundið frið og getað lifað eðlilegu lífi. Aðsend „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég trúi ekki að þetta sé að gerast,“ segir Nikolina Grnovic en faðir hennar Savo var handtekinn í Frankfurt á fimmtudag. Hann er sakaður um að hafa myrt fjögurra manna fjölskyldu árið 1991. Savo er serbneskur en eiginkona hans króatísk. Þau komu til Íslands árið 1998 á vegum Flóttamannastofnunar Evrópu, eftir að hafa flúið Króatíu til Serbíu árið 1995. Þau hafa búið hér síðan og eru með tvöfaldt ríkisfang en verið með annan fótinn í Serbíu þar sem þau eiga ættingja og vini. Yfirvöld í Þýskalandi handtóku Savo á grundvelli handtökuskipunnar sem gefin var út af Interpol í Zagreb. Honum er gert að sök að hafa átt aðild að morðum foreldra og tveggja barna þeirra, á heimili fjölskyldunnar í nóvember árið 1991. Nikolina Grnovic. Erlendir miðlar hafa greint frá því að mennirnir hafi tilheyrt lögreglusveitum Krajina, héraðs sem lýsti yfir sjálfstæði í kringum 1990 en tilheyrir nú Króatíu. Nikolina segir þetta rangt en faðir hennar hafi þjónað í júgóslavneska hernum, eins og aðrir menn á hans aldri. „Einhver sagði eitthvað; benti á hann“ Að sögn Nikolinu byggja ásakanirnar á hendur föður hennar á pólitískum grunni. „Hann sagði alltaf skoðun sína, sama hvað það kostaði. Hann barðist fyrir sannleikanum,“ segir hún. Upphaf málsins megi rekja aftur til 2017, þegar Savo var fyrst ásakaður um hinn hryllilega glæp. „Einhver sagði eitthvað; benti á hann,“ segir Nikolina en faðir hennar hafi síðan gert allt sem í hans valdi stendur til að upplýsa málið. Þetta hafi hann gert með yfirvöldum í Belgrad, þar sem viðurkennt sé að hann muni varla njóta réttlátrar málsmeðferðar í Króatíu. Nikolina segir hann hafa lagt fram gögn og vitnisburði til að sanna að hann átti ekki hlut að máli og sé með pappíra upp á það að hann sé frjáls ferða sinna. Það hafi því verið honum og fjölskyldunni gríðarlegt áfall þegar hann var handtekinn. „Hann hefur gert allt sem hann var beðinn um,“ segir Nikolina. „Hann vill líka að sá sem gerði þetta verði látinn gjalda fyrir það.“ Að sögn Nikolinu var Kozbasic-fjölskyldan nokkuð efnuð og morðingjarnir höfðu á brott með sér peninga og fleira þegar þeir flúðu, eftir að hafa myrt Milan, fæddan 1952, Gordan, fædda 1954, Tamöru 13 ára og Alena 8 ára. Hún bendir á að besta vinkona Tamöru hafi stigið fram á samfélagsmiðlum og lýst yfir stuðningi við Nikolinu og fjölskyldu hennar. Slavo Grnovic. Yrði beittur ofbleldi í Króatíu „Það eru engin sönnunargögn,“ segir Nikolina um fullyrðingar króatískra yfirvalda. Engin vitni, segir hún. Hún hefur sett sig í samband við yfirvöld á Íslandi og í Serbíu og hefur fengið þýskan lögfræðing til liðs við sig sem berst nú fyrir því að Savo verði ekki framseldur til Króatíu. „Það sem gerist ef hann verður framseldur er að hann verður settur í fangelsi og barinn og laminn,“ segir Nikolina. Það er auðheyrt að hún tekur stöðu föður síns afar nærri sér. Hún segir að frá því að málið hófst hafi Savo fengið fjölda hótana og nú sé hann einn í Frankfurt, geti hvorki skilið né tjáð sig, og þá hafi öll hjartalyfin sem hann þarf að taka þrisvar til fjórum sinnum á dag verið tekin af honum. „Við erum með þessi gögn sem sanna að hann er ekki glæpamaður,“ segir Nikolina, sem óskar þess nú heitast að faðir hennar fái að snúa aftur til Íslands eða Serbíu. „Hann gerði þetta ekki.“ Lögreglumál Utanríkismál Serbía Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Savo er serbneskur en eiginkona hans króatísk. Þau komu til Íslands árið 1998 á vegum Flóttamannastofnunar Evrópu, eftir að hafa flúið Króatíu til Serbíu árið 1995. Þau hafa búið hér síðan og eru með tvöfaldt ríkisfang en verið með annan fótinn í Serbíu þar sem þau eiga ættingja og vini. Yfirvöld í Þýskalandi handtóku Savo á grundvelli handtökuskipunnar sem gefin var út af Interpol í Zagreb. Honum er gert að sök að hafa átt aðild að morðum foreldra og tveggja barna þeirra, á heimili fjölskyldunnar í nóvember árið 1991. Nikolina Grnovic. Erlendir miðlar hafa greint frá því að mennirnir hafi tilheyrt lögreglusveitum Krajina, héraðs sem lýsti yfir sjálfstæði í kringum 1990 en tilheyrir nú Króatíu. Nikolina segir þetta rangt en faðir hennar hafi þjónað í júgóslavneska hernum, eins og aðrir menn á hans aldri. „Einhver sagði eitthvað; benti á hann“ Að sögn Nikolinu byggja ásakanirnar á hendur föður hennar á pólitískum grunni. „Hann sagði alltaf skoðun sína, sama hvað það kostaði. Hann barðist fyrir sannleikanum,“ segir hún. Upphaf málsins megi rekja aftur til 2017, þegar Savo var fyrst ásakaður um hinn hryllilega glæp. „Einhver sagði eitthvað; benti á hann,“ segir Nikolina en faðir hennar hafi síðan gert allt sem í hans valdi stendur til að upplýsa málið. Þetta hafi hann gert með yfirvöldum í Belgrad, þar sem viðurkennt sé að hann muni varla njóta réttlátrar málsmeðferðar í Króatíu. Nikolina segir hann hafa lagt fram gögn og vitnisburði til að sanna að hann átti ekki hlut að máli og sé með pappíra upp á það að hann sé frjáls ferða sinna. Það hafi því verið honum og fjölskyldunni gríðarlegt áfall þegar hann var handtekinn. „Hann hefur gert allt sem hann var beðinn um,“ segir Nikolina. „Hann vill líka að sá sem gerði þetta verði látinn gjalda fyrir það.“ Að sögn Nikolinu var Kozbasic-fjölskyldan nokkuð efnuð og morðingjarnir höfðu á brott með sér peninga og fleira þegar þeir flúðu, eftir að hafa myrt Milan, fæddan 1952, Gordan, fædda 1954, Tamöru 13 ára og Alena 8 ára. Hún bendir á að besta vinkona Tamöru hafi stigið fram á samfélagsmiðlum og lýst yfir stuðningi við Nikolinu og fjölskyldu hennar. Slavo Grnovic. Yrði beittur ofbleldi í Króatíu „Það eru engin sönnunargögn,“ segir Nikolina um fullyrðingar króatískra yfirvalda. Engin vitni, segir hún. Hún hefur sett sig í samband við yfirvöld á Íslandi og í Serbíu og hefur fengið þýskan lögfræðing til liðs við sig sem berst nú fyrir því að Savo verði ekki framseldur til Króatíu. „Það sem gerist ef hann verður framseldur er að hann verður settur í fangelsi og barinn og laminn,“ segir Nikolina. Það er auðheyrt að hún tekur stöðu föður síns afar nærri sér. Hún segir að frá því að málið hófst hafi Savo fengið fjölda hótana og nú sé hann einn í Frankfurt, geti hvorki skilið né tjáð sig, og þá hafi öll hjartalyfin sem hann þarf að taka þrisvar til fjórum sinnum á dag verið tekin af honum. „Við erum með þessi gögn sem sanna að hann er ekki glæpamaður,“ segir Nikolina, sem óskar þess nú heitast að faðir hennar fái að snúa aftur til Íslands eða Serbíu. „Hann gerði þetta ekki.“
Lögreglumál Utanríkismál Serbía Króatía Íslendingar erlendis Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira