Íslenski boltinn

Stórsigrar hjá Víkingi og Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valur skoraði sjö mörk í kvöld.
Valur skoraði sjö mörk í kvöld. vísir/vilhelm

Það var nóg um að vera í A-deild Lengjubikars karla og kvenna í kvöld. Alls litu 29 mörk dagsins ljós í A-deildinni.

Breiðablik vann 3-1 sigur á Fjölni í Egilshöllinni. Blikarnir komu Fjölni í 3-0 áður en Fjölnismenn klóruðu í bakkann í uppbótartíma.

Breiðabilk er búið að vinna fjóra fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum en Fjölnismenn eru með þrjú stig eftir fjóra leiki.

Stjarnan vann 2-0 á Keflavík og ÍA skellti Vestra 4-1 í riðli þrjú. Stjörnumenn eru með fullt hús eftir fjóra leiki, Keflavík er með sjö stig. ÍA með þrjú stig eftir tvo leiki og Vestri án stiga.

Víkingur skoraði fimm mörk gegn B-deildarliði Fram. Kristall Máni Ingason gerði þrjú mörk, Helgi Guðjónsson eitt og Logi Tómasson eitt. Alexander Már Þorláksosn skoraði eina mark Fram.

Víkingur er með tíu stig eftir fjóra leiki en Fram er með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Í A-deild kvenna, í riðli tvö, vann Fylkir 2-0 sigri á Stjörnunni. Í riðli eitt unnu Þróttur 2-1 sigur á Selfossi og Valur rúllaði yfir granna sína í KR, 7-0.

Valur er með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina en KR er án stiga. Þróttur er með sex stig eftir tvo leiki en Selfoss er með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Í riðli tvö er Fylir með fjögur stig eftir tvo leiki en Stjarnan er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.