Sport

Dagskráin í dag - Tvíhöfði í Olís og þríhöfði í Dominos

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stjarnan og Valur verða bæði í beinni í dag.
Stjarnan og Valur verða bæði í beinni í dag.

Magnað mánudagskvöld í vændum á sportstöðvum Stöðvar 2.

Marsmánuður fer af stað með látum á íþróttarásum Stöðvar 2 en boðið verður upp á handbolta- og körfuboltaveislu í kvöld auk hörkuleiks úr spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Dominos deild karla fór af stað að nýju eftir landsleikjahlé í gærkvöldi þegar ÍR tók á móti KR. Í kvöld verða þrír leikir úr deildinni sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og Stöð 2 Sport 4.

Á sama tíma verða tveir leikir úr Olís deild karla í handbolta sýndir beint á Stöð 2 Sport auk þess sem Seinni bylgjan, karla og kvenna, er á dagskrá í dag.

Þá er ótalinn spennandi leikur milli Real Madrid og Real Sociedad í La Liga.

Að sjálfsögðu verður GameTíví á sínum stað með sinn vikulega þátt.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.