Erlent

Lögðu hald á sex­tán tonn af kókaíni í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Efnin fundust í gámum á hafnarsvæðinu í Hamborg.
Efnin fundust í gámum á hafnarsvæðinu í Hamborg. EPA

Tollayfirvöld í Þýskalandi hafa lagt hald á sextán tonn af kókaíni sem falin voru í gámum sem komu til landsins frá Paragvæ. Handlagningin er sögð vera sú mesta í sögunni í Evrópu.

Þýskir fjölmiðlar segja efnin hafa fundist í gámum á hafnarsvæðinu í Hamborg.

Götuvirði efnanna er metið á margar milljarða evra, að því er fram kemur í tilkynningu frá þýskum tollayfirvöldum.

Kókaínið fannst þann 12. febrúar síðastliðinn, en 28 ára karlmaður var handtekinn í Hollandi fyrr í vikunni vegna gruns um að tengjast smyglinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×