Innlent

Á ferðinni um Ísa­fjörð en átti að vera í skimunar­sótt­kví

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var stöðvaður í síðustu viku þar sem hann ók um Ísafjörð.
Maðurinn var stöðvaður í síðustu viku þar sem hann ók um Ísafjörð. Vísir/Egill

Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar nú meint sóttkvíarbrot manns, sem handtekinn var á Ísafirði í síðustu viku. Maðurinn var nýkominn til landsins og átti að vera í skimunarsóttkví en var handtekinn við akstur bifreiðar í bænum.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maðurinn sé grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og þá hafi fundist nokkrar kannabisplöntur í fórum hans, sem hann „kannaðist við að eiga“. Þrír lögreglumenn þurftu að fara í úrvinnslusóttkví í tvo sólarhringa vegna þessa.

Lögregla rannsakar einnig annað ætlað brot vínveitingastaðar í umdæminu um síðustu helgi, hvar sóttvarnareglur virðast ekki hafa verið hafðar í heiðri. Lögregla fer ekki nánar út í hin meintu sóttvarnabrot staðarins í tilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×