Sport

Dagskráin í dag - Handboltaveisla á Stöð 2 Sport

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Seinni bylgjan í öllu sínu veldi í dag.
Seinni bylgjan í öllu sínu veldi í dag.

Seinni bylgja karla og kvenna auk tvíhöfða í Olís-deild karla er meðal dagskrárefnis á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag.

Stelpurnar í Seinni bylgjunni hefja leik klukkan 17:00 en margt áhugavert hefur gerst í Olís-deild kvenna á undanförnum dögum og verður það allt til umræðu í Seinni bylgjunni.

Í kjölfarið er svo bein útsending frá leik Vals og Stjörnunnar í Olís-deild karla og strax að honum loknum verður svo skipt yfir í Hafnarfjörð þar sem erkifjendurnir FH og Haukar eigast við í sömu deild.

Henry Birgir Gunnarsson og félagar í Seinni bylgjunni taka svo við í leikslok með sinn vikulega þátt.

Spænskur og ítalskur fótbolti verður einnig í boði á sportstöðvum Stöðvar 2 auk þess sem tölvunördarnir í GameTíví verða á sýnum stað.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×