Innlent

Einn greindist með kórónu­veiruna innan­lands í gær

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var hann í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is.

Tuttugu manns eru í sóttkví og 28 í einangrun. 896 eru í skimunarsóttkví og þrettán manns eru á sjúkrahúsi.

Þá greindust þrír á landamærunum. Einn þeirra mældist með mótefni en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá hinum tveimur. Nýgengi innanlandssmita er 3,0 og nýgengi landamærasmita er 6,0.

Alls voru tekin 743 einkennasýni, 252 sýni á landamærunum, þrjú við sóttkvíar- og handahófsskimun og 324 sýni við skimanir á vegum Íslenskrar erfðagreiningar.

6.025 hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi síðan faraldurinn hófst fyrir tæpu ári. 46.024 hafa lokið sóttkví og þá er bólusetningu lokið hjá 4.856 manns. Bólusetning er síðan hafin hjá 7.945 til viðbótar.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×