Bíó og sjónvarp

Gera kvikmynd úr bók Arnaldar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Myndin byggir á bók eftir Arnald frá árinu 1999.
Myndin byggir á bók eftir Arnald frá árinu 1999. Ulf ANDERSEN/Gamma-Rapho via Getty

Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999.

Á vef Variety kemur fram að framleiðslukostnaður myndarinnar sé í kringum sex milljónir evra, eða tæplega 940 milljónir króna. Þá kemur fram að myndin sé að mestu leyti á ensku.

„Gamalt flugvélarbrak kemur upp úr ísnum í Vatnajökli og af ókunnum ástæðum er bandaríski herinn á Miðnesheiði settur í viðbragðsstöðu. Þegar Kristín, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur að grafast fyrir um málið er hún rekin á háskalegan flótta til að bjarga lífi sínu,“ segir í lýsingu Forlagsins á bókinni sem myndin byggir á.

Þetta er þó ekki fyrsta bók Arnaldar sem verður kvikmyndagerðarfólki innblástur, en árið 2006 kom út kvikmyndin Mýrin, sem byggði á samnefndri bók eftir Arnald, í leikstjórn Baltasars Kormáks.


Tengdar fréttir

Seldi kvikmyndaréttinn að Napóleonsskjölunum

Arnaldur Indriðason hefur undirritað samning við tvo erlenda kvikmyndaframleiðendur, Yellow Bird og Molten Rock Media, sem hafa hug á að kvikmynda bók hans Napóleonsskjölin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.