Erlent

Vaktin: Innsetningardagur Bidens

Samúel Karl Ólason, Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Jill og Joe Biden.
Jill og Joe Biden. AP/Win McNamee

Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar.

Innsetningarathöfnin sjálf hófst klukkan fjögur í dag, að íslenskum tíma, á bæn prestsins Leo J O'Donovan. Hann er náinn fjölskylduvinur Bidens og voru svo flutt tónlistaratriði áður en þau Kamala Harris og Biden sóru embættiseið.

Þema innsetningarinnar er „Sameinuð Bandaríki“ og má sjá upplýsingar um dagskrá innsetningarinnar í hlekknum hér að neðan. Lady Gaga og Jennifer Lopez komu fram.

Sjá einnig: Svona er dag­skráin á inn­setningar­degi Bidens og Har­ris

Hér má sjá beina útsendingu frá innsetningarnefnd Bidens, þar sem sýnt er frá viðburðinum og lýsendur segja áhorfendum hvað sé um að vera. 

Hér er svo bein útsending CBS News þar sem fréttamenn og sérfræðingar fara yfir málefni dagsins.

Uppfært klukkan 23:05: Vaktinni lokið

Vísir hefur í dag fylgist grannt með gangi mála vestanhafs og greint frá öllu því markverðasta sem finna má í vaktinni hér að neðan. Vísir mun í kvöld, á morgun og næstu daga halda áfram að flytja fréttir af nýjum forseta, ríkisstjórn hans og stjórnmálum í Bandaríkjunum.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.