Fær ekki skilnað frá eiginmanninum sem gufaði upp Kolbeinn Tumi Daðason og skrifa 19. janúar 2021 14:55 Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið fyrir í febrúar. Vísir/Vilhelm Kona um miðjan fimmtugsaldur hefur séð sig knúna til að stefna karlmanni fæddum árið 1975 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Krafa konunnar er sú að henni verði veittur lögskilnaður frá karlmanninum, eiginmanni hennar. Karlmaðurinn hefur hvorki skráð heimili á Íslandi né kennitölu. Málið er rakið í stefnu konunnar sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að búskapur þeirra hafi hafist í ágúst 2018 en svo slitið samvistir í desember 2019. Síðan þá hafi konan ítrekað reynt að hafa uppi á karlinum en án árangurs. Hún segist hvorki hafa heyrt í né séð hann síðan þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Konan telur að karlinn, sem kom til landsins sem hælisleitandi, sé farinn af landi brott án þess þó að vita hvar hann haldi til. Sýslumaður kallar eftir samþykki eiginmannsins Konan óskaði í maí 2020 eftir skilnaði að borði og sæng hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli hjúskaparlaga. Tveimur dögum síðar vísaði sýslumaður málinu frá og bar fyrir sig að sýslumaður gæti ekki átt lögsögu í skilnaðarmálinu þar sem krafa um skilnað hefði ekki borist frá karlmanninum. Hann væri ekki með lögheimili á Íslandi eða þekktan dvalarstað. Af þeirri ástæðu gætu sýslumaður ekki veitt leyfi til skilnaðar án þess að fyrir lægi samþykki eiginmannsins. Síðan hafa liðið mánuðir þar sem konan segist hafa reynt til þrautar að hafa uppi á karlmanninum til að geta lokið málinu, en án árangurs. Samþykki hans er forsenda þess að sýslumaður geti samþykkt beiðni um skilnað að borði og sæng. Engin eign til staðar til að deila um Konan byggir kröfu sína um skilnað að borði og sæng á 34. grein hjúskaparlaga þar sem segir að maki sem telji sig ekki geta haldið áfram í hjúskap eigi rétt á skilnaði. Sömuleiðis er vísað til 41. greinar laganna þess efnis að skilnaðar megi leita ef hjón eru sammála um það, en annars hjá dómstólum. Konan og karlinn eiga ekki börn saman, engar hjúskapareignir eru í búinu og engar útistandandi kröfur hvors á hendur öðru. Samkvæmt 44. grein hjúskaparlaga geta dómstólar ekki veitt skilnað nema fyrir liggi samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti séu hafin vegna fjárskipta. Sökum þess að karlmaðurinn finnst ekki telur konan ógerlegt að ná samkomulagi um fjárskipti. Hún lýsir þó yfir eignaleysi og gerir enga kröfu um tilkall eigna karlsins. Rökstyður hún afstöðu sína til eignaleysis á því að málið er rekið sem gjafsóknarmál. Engin hrein eign sé til staðar sem karlinn geti átt tilkall til. Hann hafi komið til landsins sem hælisleitandi og því megi leiða að því líkur að engar hreinar eignir séu til staðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar og hefur eiginmanninum verið stefnt til að mæta, svara til saka og leggja fram gögn. Dómsmál Hælisleitendur Fjölskyldumál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Málið er rakið í stefnu konunnar sem birt er í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að búskapur þeirra hafi hafist í ágúst 2018 en svo slitið samvistir í desember 2019. Síðan þá hafi konan ítrekað reynt að hafa uppi á karlinum en án árangurs. Hún segist hvorki hafa heyrt í né séð hann síðan þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Konan telur að karlinn, sem kom til landsins sem hælisleitandi, sé farinn af landi brott án þess þó að vita hvar hann haldi til. Sýslumaður kallar eftir samþykki eiginmannsins Konan óskaði í maí 2020 eftir skilnaði að borði og sæng hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli hjúskaparlaga. Tveimur dögum síðar vísaði sýslumaður málinu frá og bar fyrir sig að sýslumaður gæti ekki átt lögsögu í skilnaðarmálinu þar sem krafa um skilnað hefði ekki borist frá karlmanninum. Hann væri ekki með lögheimili á Íslandi eða þekktan dvalarstað. Af þeirri ástæðu gætu sýslumaður ekki veitt leyfi til skilnaðar án þess að fyrir lægi samþykki eiginmannsins. Síðan hafa liðið mánuðir þar sem konan segist hafa reynt til þrautar að hafa uppi á karlmanninum til að geta lokið málinu, en án árangurs. Samþykki hans er forsenda þess að sýslumaður geti samþykkt beiðni um skilnað að borði og sæng. Engin eign til staðar til að deila um Konan byggir kröfu sína um skilnað að borði og sæng á 34. grein hjúskaparlaga þar sem segir að maki sem telji sig ekki geta haldið áfram í hjúskap eigi rétt á skilnaði. Sömuleiðis er vísað til 41. greinar laganna þess efnis að skilnaðar megi leita ef hjón eru sammála um það, en annars hjá dómstólum. Konan og karlinn eiga ekki börn saman, engar hjúskapareignir eru í búinu og engar útistandandi kröfur hvors á hendur öðru. Samkvæmt 44. grein hjúskaparlaga geta dómstólar ekki veitt skilnað nema fyrir liggi samkomulag milli hjóna um fjárskipti eða opinber skipti séu hafin vegna fjárskipta. Sökum þess að karlmaðurinn finnst ekki telur konan ógerlegt að ná samkomulagi um fjárskipti. Hún lýsir þó yfir eignaleysi og gerir enga kröfu um tilkall eigna karlsins. Rökstyður hún afstöðu sína til eignaleysis á því að málið er rekið sem gjafsóknarmál. Engin hrein eign sé til staðar sem karlinn geti átt tilkall til. Hann hafi komið til landsins sem hælisleitandi og því megi leiða að því líkur að engar hreinar eignir séu til staðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan febrúar og hefur eiginmanninum verið stefnt til að mæta, svara til saka og leggja fram gögn.
Dómsmál Hælisleitendur Fjölskyldumál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels