Lífið

Gítar­leikari New York Dolls látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Gítarleikarinn Sylvain Sylvain gekk til liðs við New York Dolls árið 1971.
Gítarleikarinn Sylvain Sylvain gekk til liðs við New York Dolls árið 1971. Getty

Sylvain Sylvain, gítarleikari bandarísku rokk- og pönksveitarinnar New York Dolls, er látinn, 69 ára að aldri.

Pitchfork segir frá því að hann hafi andast á miðvikudaginn eftir glímu við krabbamein.

Gítarleikarinn, sem hét Sylvain Mizrahi réttu nafni, fæddist í Egyptalandi en fjölskylda hans fluttist síðar til New York í Bandaríkjunum.

Eftir að hafa spilað með sveitum á borð við The Pox og Actress gekk Sylvain til liðs við New York Dolls árið 1971. Hann spilaði með sveitinni á áttunda áratugnum og spilaði aftur með sveitinni þegar hún kom saman á ný upp úr aldamótum.

Meðal vinsælla platna sveitarinnar er platan sem nefnd er í höfuðið á sveitinni sjálfri sem kom út 1974 og svo platan Too Much Too Soon sem kom út ári síðar.

David Johansen, fyrrverandi söngvari sveitarinnar, minnist Sylvain á Instagram þar sem hann segist munu sakna félaga síns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×