Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Icelandair hefur ákveðið að hætta flugi til Istanbúl í Tyrklandi frá og með 1. febrúar 2026. 16.1.2026 14:17
Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Erla Björg Gunnarsdóttir hefur sagt upp störfum sem ritstjóri fréttastofu Sýnar en hún hefur gegnt stöðunni í hálft fimmta ár. Formleg starfslok hafa ekki farið fram en Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri mun taka við stjórnartaumunum á fréttastofunni frá og með deginum í dag. 16.1.2026 10:07
Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Útlit er fyrir minnkandi norðlæga átt í dag þar sem búast megi við slyddu eða snjókomu með köflum fyrir norðan og jafnvel rigningu úti við sjóinn. 16.1.2026 07:10
Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Útlit er fyrir norðlæga átt á bilinu fimm til þrettán metra á sekúndu í dag. Spáð er þurru og björtu veðri suðvestanlands, snjókoma á norðaustanverðu landinu og él í öðrum landshlutum. 15.1.2026 07:07
32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Þrjátíu og tveir hið minnsta eru látnir og 66 slasaðir eftir að byggingarkrani féll á lest sem var á ferð í Nakhon Ratchasima-héraði í norðausturhluta Taílands fyrr í dag. 14.1.2026 13:33
Kappahl og Newbie opna á Íslandi Átta Kappahl-verslanir og ein Newbie-verslun munu opna á Íslandi í vor. Þetta verður gert í gegnum sérleyfissamning við hjónin Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon sem rekið hafa verslanir Lindex hér á landi síðustu ár. 14.1.2026 08:13
Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Útlit er fyrir austan og norðaustan fimm til þrettán metrar á sekúndu í dag, en hægviðri á Norður- og Austurlandi. Líkur á smá slyddu eða snjókomu syðst á landinu og smáél fyrir norðan, annars víða þurrt. 14.1.2026 07:07
Hulda til Basalt arkitekta Basalt arkitektar hafa ráðið Huldu Hallgrímsdóttur í nýja stöðu stefnu- og viðskiptaþróunarstjóra. 13.1.2026 12:50
Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Lægð austnorðaustur af landinu beinir stífri norðvestlægri átt ásamt ofankomu til landsins í dag, en úrkomulítið verður sunnanlands. 13.1.2026 07:12
Skipta um forstjóra hjá Origo Árni Geir Valgeirsson mun í febrúar taka við stöðu forstjóra Origo, eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs félagsins síðan 2024. Hann tekur við stöðunni af Ara Daníelssyni sem verður stjórnformaður. 12.1.2026 13:02