A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Unglingasveitin Abba Teens, sem hefur kallað sig A-Teens í seinni tíð, mun taka þátt í Melodifestvalen, undankeppni sænska ríkisútvarpsins fyrir Eurovision, á næsta ári. Auk hennar eru meðal annars tveir fyrrverandi sigurvegarar Melodifestivalen á meðal þátttakenda. 2.12.2025 11:31
Með kíló af kókaíni í bakpokanum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjórtán mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni. Maðurinn flutti efnin með flugi frá Alicante til Keflavíkurflugvallar og var hann með efnin falin í bakpoka. 2.12.2025 11:02
Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026. 2.12.2025 10:17
Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Alvarlegt umferðarslys var á Suðurstandarvegi, rétt austan afleggjarans við Vigdísarvelli, í morgun. Tveir eru alverlega slasaðir og standa aðgerðir yfir á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór til móts við sjúkrabíl til að koma hinum slösuðu eins fljótt og hægt er á Landspítalann. 2.12.2025 09:10
Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Ketill Berg Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 2.12.2025 07:29
Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Djúpa lægðin sem hefur blásið hressilega frá hjá okkur síðustu daga stefnir nú á Skotland og er farinn að grynnast. 2.12.2025 07:13
Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Breska rokksveitin Radiohead hefur frestað tónleikum sínum sem fara áttu fram í Royal Arena í Kaupmannahöfn annars vegar í kvöld og hins vegar annað kvöld. Ástæðan eru veikindi söngvarans Thom Yorke. 1.12.2025 14:14
Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Maðurinn sem fannst látinn í heimahúsi á Kársnesi í Kópavogi í gærmorgun var um fertugt. Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi. 1.12.2025 10:05
Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur lagt til að undirbúningur verði hafinn að því að koma upp nýju systurverki Friðarsúlunnar í Viðey samkvæmt hugmyndum listakonunnar Yoko Ono. 1.12.2025 08:25
Blæs hressilega af austri Suður af Reykjanesi er nú víðáttumikil lægð og frá henni liggja skil að suðurströndinni. Það blæs því af austri eða norðaustri, yfirleitt er vindur á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu, en að 23 metrum á sekúndu syðst og undir Vatnajökli. 1.12.2025 07:05