Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Pétur Freyr Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna ehf. 26.11.2025 14:46
Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint því til starfsmanna á Akureyrarflugvelli að yfirfara verklag við undirbúning afísingar flugvéla eftir að mælar sjúkraflugvélar Norlandair urðu óáreiðanlegir í flugi vegna frosins vökva á skynjurum. 26.11.2025 13:34
Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir brot gegn nálgunarbanni og umsáturseinelti gegn konu. Þráhyggja mannsins gagnvart konunni hefur staðið í fjórtán ár. 26.11.2025 11:22
Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Harpa Björg Guðfinnsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri þróunar þekkingar hjá Iðunni fræðslusetri og þá hefur Sólveig Kolbrún Pálsdóttir verið ráðin deildarstjóri markaðs- og sölumála. 26.11.2025 10:06
Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Rakel Elíasdóttur í embætti framkvæmdastjóra Menntasjóðs námsmanna til fimm ára frá og með 1. janúar næstkomandi. 26.11.2025 08:27
Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Kaffispjall borgarstjórans Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á Kjalarnesi í gær var aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó að borgarstjóri heimsæki bæði hverfin þessa vikuna og viðburðurinn hafi verið öllum opinn. 26.11.2025 08:00
Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt í dag og allvíða éljum eða skúrum. Flughált er víða um landið. 26.11.2025 07:10
Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Matvælastofnun hefur hafið rannókn eftir að tilkynning barst frá Kaldvík á þriðjudaginn fyrir viku um þrjú göt á nótarpoka einnar kvíar á eldissvæðinu Hafranesi í Reyðarfirði. 25.11.2025 14:57
Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Veipveldið Póló hefur opnað verslun í verslunarkjarna við Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík sem löngum var kallaður Úlfarsfell eftir samnefndri bókabúð. Taílenskur veitingastaður hefur verið í húsinu um árabil. 25.11.2025 13:17
Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Skil frá lægð á Grænlandshafi ganga nú frá vestri til austurs yfir landið og fylgir þeim suðaustlæg átt, víða kaldi eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma inn til landsins. 25.11.2025 07:19