RÚV biður Ívu afsökunar Stefán Árni Pálsson skrifar 2. mars 2020 13:52 Íva flutti lagið í beinni í Laugardalshöllinni á laugardaginn. Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið með lag sitt Oculis Videre, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi og nú hefur framkvæmdarstjórn keppninnar sent frá sér yfirlýsingu og er Íva beðin afsökunar. „Beiðni Ívu um að flytja lagið aftur barst því miður ekki með nógu skýrum hætti til framkvæmdastjórnar né stjórnanda útsendingarinnar. Þar er ekki við Ívu Marín að sakast. Hvorki framkvæmdastjórn né stjórnandi útsendingarinnar höfðu vitneskju um að eitthvað amaði að hljóðinu í laginu fyrr en eftir flutning þess. Útsendingarstjórinn fékk þau skilaboð að meðhöfundur Ívu að laginu, Richard Cameron, hafi ekki gert neinar athugasemdir. Þarna er ljóst að mistök verða í samskiptum starfsfólks RÚV,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að rétt áður en lagið hafi verið flutt kom í ljós að sendir á einum hljóðnema virkaði ekki vegna truflana á tíðni. „Þessi sendir var í fullkomnu lagi á öllum æfingum og rennslum fram að þessu. Sendirinn var endurræstur strax og talið var að hann væri í lagi þegar flutningur á laginu hófst. Þarna verða einnig mistök í samskiptum á staðnum, skilaboðin um þetta berast ekki réttum aðilum í tæka tíð. Framkvæmdastjórnin harmar af öllu hjarta að þetta hafi gerst og hefur hún beðið Ívu og hennar samstarfsfólk innilega afsökunar. Íva og flytjendur lagsins sýndu algjöra fagmennsku í öllu ferlinu og fluttu lagið óaðfinnalega miðað við aðstæður.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að þessi tækni- og samskiptamál í keppninni verða tekin til alvarlegrar skoðunar næstu daga og allt gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. „Aðrir tæknilegir hnökrar sem komu upp í beinu útsendingunni á laugardagskvöld verða að sjálfsögðu skoðaðir með sama markmið í huga til að gera Söngvakeppnina að enn betri og skemmtilegri viðburði fyrir bæði keppendur og áhorfendur.“ watch on YouTube Eurovision Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið með lag sitt Oculis Videre, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. Þá hefðu þau fengið þau svör við beiðni sinni um að endurflytja lagið, strax að því loknu, að slíkt væri ekki hægt. Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi og nú hefur framkvæmdarstjórn keppninnar sent frá sér yfirlýsingu og er Íva beðin afsökunar. „Beiðni Ívu um að flytja lagið aftur barst því miður ekki með nógu skýrum hætti til framkvæmdastjórnar né stjórnanda útsendingarinnar. Þar er ekki við Ívu Marín að sakast. Hvorki framkvæmdastjórn né stjórnandi útsendingarinnar höfðu vitneskju um að eitthvað amaði að hljóðinu í laginu fyrr en eftir flutning þess. Útsendingarstjórinn fékk þau skilaboð að meðhöfundur Ívu að laginu, Richard Cameron, hafi ekki gert neinar athugasemdir. Þarna er ljóst að mistök verða í samskiptum starfsfólks RÚV,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að rétt áður en lagið hafi verið flutt kom í ljós að sendir á einum hljóðnema virkaði ekki vegna truflana á tíðni. „Þessi sendir var í fullkomnu lagi á öllum æfingum og rennslum fram að þessu. Sendirinn var endurræstur strax og talið var að hann væri í lagi þegar flutningur á laginu hófst. Þarna verða einnig mistök í samskiptum á staðnum, skilaboðin um þetta berast ekki réttum aðilum í tæka tíð. Framkvæmdastjórnin harmar af öllu hjarta að þetta hafi gerst og hefur hún beðið Ívu og hennar samstarfsfólk innilega afsökunar. Íva og flytjendur lagsins sýndu algjöra fagmennsku í öllu ferlinu og fluttu lagið óaðfinnalega miðað við aðstæður.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að þessi tækni- og samskiptamál í keppninni verða tekin til alvarlegrar skoðunar næstu daga og allt gert til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. „Aðrir tæknilegir hnökrar sem komu upp í beinu útsendingunni á laugardagskvöld verða að sjálfsögðu skoðaðir með sama markmið í huga til að gera Söngvakeppnina að enn betri og skemmtilegri viðburði fyrir bæði keppendur og áhorfendur.“ watch on YouTube
Eurovision Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira