Erlent

Yfir 30 þúsund hafa fallið í Sýrlandi

Uppreisnarmaður í Sýrlandi.
Uppreisnarmaður í Sýrlandi. mynd/AP
Tvær öflugar sprengjur sprungu í miðborg Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Bandalag uppreisnarmanna hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja að tugir stjórnarhermanna hafi fallið.

Yfirvöld í Sýrlandi þvertaka þó fyrir að hermenn hafi fallið í árásinni en viðurkenna þó að sprengjuárásirnar hafi beinst að bækistöðvum hersins í Damaskus.

Sýrlensk útlagasamtök tilkynntu í dag að yfir þrjátíu þúsund manns hefðu fallið í átökum í Sýrlandi frá því að stjórnarbyltingin hófst á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×