Erlent

Býður fúlgu fjár fyrir hönd samkynhneigðrar dóttur

Kínverski auðjöfurinn Cecil Chao hefur heitið hverjum þeim karlmanni sem gengur að eiga dóttur sína 65 milljónir dollara í verðlaunafé. Upphæðin samsvarar rúmlega átta milljörðum íslenskra króna.

Dóttir Cecils er lesbía en hún gekk að eiga unnustu sína í Frakklandi fyrr á þessu ári. Það er kínverski fréttamiðillinn South China Morning Post sem greinir frá þessu.

Í samtali við miðilinn sagði Cecil að dóttir sín væri góð kona, hæfileikarík og falleg. Hann hélt því hins vegar fram að það væri mesti misskilningur að hún væri samkynhneigð.

Hjónabönd samkynhneigðra eru ekki heimiluð í Hong Kong. Þá var samkynhneigð refsivert athæfi í héraðinu allt til ársins 1991.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×