"Þau njósna um hvert einasta mannsbarn" Jóhannes Stefánsson skrifar 10. júní 2013 15:28 Birgitta Jónsdóttir segir fólk almennt ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Mynd/ Anton Brink Birgitta Jónsdóttir þingmaður segir bandarísk stjórnvöld njósna um hvert einasta mannsbarn þarlendis. „Þetta er eins og í sögunni 1984, nema bara miklu verra." Birgitta segir hið svokallaða NSA mál sýna svo ekki verður um villst að persónunjósnir þarlendra yfirvalda séu einmitt á þann veg sem hefur verið varað við seinustu ár. „Það sem þetta NSA mál gengur út á er það að yfirvöld og hin leynilega þjóðaröryggisstofnun NSA taka öll stafræn gögn, en þar sést hvar þú hefur verið, með hverjum og hversu lengi og skoða þau. Þau skoða líka alla tölvupósta, öll símtöl, sms og allt sem þú gerir á netinu og í símanum þínum." Birgitta segir fólk ekki gera sér grein fyrir því hvaða spor það skilur eftir sig þegar það notar tölvuna og símann daglega. „Það eru þessi dýpri gögn sem eru skoðuð sem fólk áttar sig ekki almennilega á hvað þýða, eins og til dæmis IP-tölur. Þau virka eins og þú sért stöðugt með staðsetningartæki á þér þar sem verið er að fylgjast með öllu sem þú gerir. Þetta eru yfirleitt gögn sem síminn eða tölvan skilja eftir sig. Nú er það orðið þannig að símunum hefur verið breytt þannig að það skiptir ekki máli þó að þú skiptir um SIM-kort því þetta er í vélbúnaði símans. Svo er í rauninni hægt að kveikja á vefmyndavélinni í tölvunni og fylgjast með þér.“Alvarlegt inngrip í friðhelgi einkalífs Birgitta segir stjórnvöld geta notað gögnin til að fylgjast með samskiptum manna við aðgerðarsinna, félög, stjórnmálasamtök og fyrirtæki. „Segjum að yfirvöld vilji fylgjast sérstaklega með starfsólkinu hjá einhverju fyrirtæki því það eru grunsemdir um að einhver þar ætli að uppljóstra um eitthvað eða hefur talað við einhverja aðgerðarsinna eða stjórnmálamenn. Þá er hægt að merkja það fyrirtæki sérstaklega og geyma öll gögnin sem er safnað um það miklu lengur og fylgjast betur með." Birgitta bætir svo við: „Þetta eru ekkert annað en njósnir. Þeir [yfirvöld innsk. blm.] afla ekki neins dómsúrskurðar, þeir taka bara allt og segjum að það séu einhver málefni sem þeim finnst þeir þurfa að fylgjast betur með vegna þjóðaröryggis þá geta þeir gert það. Eins og í mínu máli þurftu þeir engan dómsúrskurð heldur sendu þeir bara bréf þar sem þeir kröfðust þess að fyrirtækið afhenti öll gögn sem viðkæmu mér innan þriggja daga og að félaginu væri óheimilt að láta mig vita," segir Birgitta.Gildir um gögn íslendinga líka En Birgitta segir að það sé ekki bara fylgst með bandarískum ríkisborgurum því heimildir þarlendra stjórnvalda nái til allra gagna sem eru hýst hjá bandarískum fyrirtækjum. Fyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, Microsoft og fleiri fyrirtæki sem fólk út um allan heim notast við eru fyrirtæki sem lúta þessari lögsögu og því gildi sömu reglur um öll gögn, sama þó að þau komi til að mynda frá íslenskum notendum. „Við teljum að það sé nóg að fyrirtækið sé staðsett í Bandaríkjunum og að þeir geti fengið heimildir til að skoða öll gögn sem þeim sýnist hjá þessum fyrirtækjum.“ Smári McCarthy, framkvæmdastjóri IMMI segir um málið: „Þessi félög, eins og til dæmis Facebook sem fyrirtæki, heyrir undir bandarísk lög og þá skiptir engu máli hvar gögnin eru geymd þannig séð. Ef Facebook fær skipun um að afhenda gögnin, þá þurfa þeir bara að afhenda þau. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta PRISM kerfi virkar en það er ýmislegt sem bendir til þess að þetta sé ekki hefðbundin hlerun á tölvupósti heldur er þetta bara beint inngrip inn í gagnagrunnana hjá Facebook. Af þeim sökum geta þeir séð öll gögnin en ekki bara það sem fer manna á milli í skilaboðum," segir Smári. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingmaður segir bandarísk stjórnvöld njósna um hvert einasta mannsbarn þarlendis. „Þetta er eins og í sögunni 1984, nema bara miklu verra." Birgitta segir hið svokallaða NSA mál sýna svo ekki verður um villst að persónunjósnir þarlendra yfirvalda séu einmitt á þann veg sem hefur verið varað við seinustu ár. „Það sem þetta NSA mál gengur út á er það að yfirvöld og hin leynilega þjóðaröryggisstofnun NSA taka öll stafræn gögn, en þar sést hvar þú hefur verið, með hverjum og hversu lengi og skoða þau. Þau skoða líka alla tölvupósta, öll símtöl, sms og allt sem þú gerir á netinu og í símanum þínum." Birgitta segir fólk ekki gera sér grein fyrir því hvaða spor það skilur eftir sig þegar það notar tölvuna og símann daglega. „Það eru þessi dýpri gögn sem eru skoðuð sem fólk áttar sig ekki almennilega á hvað þýða, eins og til dæmis IP-tölur. Þau virka eins og þú sért stöðugt með staðsetningartæki á þér þar sem verið er að fylgjast með öllu sem þú gerir. Þetta eru yfirleitt gögn sem síminn eða tölvan skilja eftir sig. Nú er það orðið þannig að símunum hefur verið breytt þannig að það skiptir ekki máli þó að þú skiptir um SIM-kort því þetta er í vélbúnaði símans. Svo er í rauninni hægt að kveikja á vefmyndavélinni í tölvunni og fylgjast með þér.“Alvarlegt inngrip í friðhelgi einkalífs Birgitta segir stjórnvöld geta notað gögnin til að fylgjast með samskiptum manna við aðgerðarsinna, félög, stjórnmálasamtök og fyrirtæki. „Segjum að yfirvöld vilji fylgjast sérstaklega með starfsólkinu hjá einhverju fyrirtæki því það eru grunsemdir um að einhver þar ætli að uppljóstra um eitthvað eða hefur talað við einhverja aðgerðarsinna eða stjórnmálamenn. Þá er hægt að merkja það fyrirtæki sérstaklega og geyma öll gögnin sem er safnað um það miklu lengur og fylgjast betur með." Birgitta bætir svo við: „Þetta eru ekkert annað en njósnir. Þeir [yfirvöld innsk. blm.] afla ekki neins dómsúrskurðar, þeir taka bara allt og segjum að það séu einhver málefni sem þeim finnst þeir þurfa að fylgjast betur með vegna þjóðaröryggis þá geta þeir gert það. Eins og í mínu máli þurftu þeir engan dómsúrskurð heldur sendu þeir bara bréf þar sem þeir kröfðust þess að fyrirtækið afhenti öll gögn sem viðkæmu mér innan þriggja daga og að félaginu væri óheimilt að láta mig vita," segir Birgitta.Gildir um gögn íslendinga líka En Birgitta segir að það sé ekki bara fylgst með bandarískum ríkisborgurum því heimildir þarlendra stjórnvalda nái til allra gagna sem eru hýst hjá bandarískum fyrirtækjum. Fyrirtæki á borð við Facebook, Google, Apple, Microsoft og fleiri fyrirtæki sem fólk út um allan heim notast við eru fyrirtæki sem lúta þessari lögsögu og því gildi sömu reglur um öll gögn, sama þó að þau komi til að mynda frá íslenskum notendum. „Við teljum að það sé nóg að fyrirtækið sé staðsett í Bandaríkjunum og að þeir geti fengið heimildir til að skoða öll gögn sem þeim sýnist hjá þessum fyrirtækjum.“ Smári McCarthy, framkvæmdastjóri IMMI segir um málið: „Þessi félög, eins og til dæmis Facebook sem fyrirtæki, heyrir undir bandarísk lög og þá skiptir engu máli hvar gögnin eru geymd þannig séð. Ef Facebook fær skipun um að afhenda gögnin, þá þurfa þeir bara að afhenda þau. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta PRISM kerfi virkar en það er ýmislegt sem bendir til þess að þetta sé ekki hefðbundin hlerun á tölvupósti heldur er þetta bara beint inngrip inn í gagnagrunnana hjá Facebook. Af þeim sökum geta þeir séð öll gögnin en ekki bara það sem fer manna á milli í skilaboðum," segir Smári.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira