Enski boltinn

Newcastle upp að hlið Chelsea eftir sigur á West Brom

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cisse skoraði tvö í dag en meiddist í síðari hálfleik og var skipt útaf.
Cisse skoraði tvö í dag en meiddist í síðari hálfleik og var skipt útaf. Nordic Photos / Getty Images
Papiss Cisse skoraði tvívegis í 3-1 útisigri Newcastle á West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Senegalinn skoraði tvívegis í fyrri hálfleiknum auk þess sem Hatem Ben-Arfa skoraði snyrtilegt mark. Gestirnir leiddu í hálfleik 3-0.

Írinn Shane Long minnkaði muninn í 3-1 í síðari hálfleik en lengra komust heimamenn ekki.

Newcastle er í 5-6. sæti deildarinnar með 50 stig líkt og Chelsea eftir sigurinn, átta stigum meira en Liverpool sem er í 7. sæti. West Brom er í 14. sæti með 36 stig.

Mörkin í dag.

0-1 Papiss Cisse (6.), 0-2 Hatem Ben-Arfa (12.), 0-3 Papiss Cisse (34.), 1-3 Shane Long (52.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×