Enski boltinn

Mancini neitaði að taka í höndina á Tony Pulis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mancini svekktur eftir jafnteflið í gær.
Mancini svekktur eftir jafnteflið í gær. Nordic Photos / Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var allt annað en sáttur að loknu jafntefli liðsins gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Mancini neitaði að taka í hönd Tony Pulis, stjóra Stoke, að leik loknum.

Mancini var allt annað en sáttur við grófa spilamennsku Stoke í leiknum að því er fram kemur á vef Guardian. Tony Pulis staðfesti að ekkert handarband hefði átt sér stað og hrósaði sínum mönnum fyrir spilamennskuna.

„Mér fannst þetta góður leikur þar sem allt var lagt í sölurnar. Hafi Mancini aðra skoðun á því verður að hafa það. En ef þeir eru að kvarta vegna brots Dean Whitehead legg ég til að þeir skoði brot Gareth Barry á Glenn Whelan," sagði Mancini.

Binda þurfi um höfuð David Silva eftir högg sem hann hlaut frá Whitehead. Howard Webb, dómari leiksins, sá enga ástæðu til þess að refsa varnarmanni Stoke.

Mancini sendi David Platt, aðstoðarmann sinn, til að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Hann gaf lítið fyrir þá spurningu hvort Mancini væri að fara á taugum í sálfræðistríði við Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United.

„Deildin vinnst ekki á orðum. Þetta snýst um stigasöfnun. Ef við stöndum uppi með fleiri stig en United í lok tímabils mun fólk telja að Robbie hafi unnið sálfræðistríðið," sagði Platt.

Man. City er í efsta sæti með betri markatölu en Man. United sem tekur á móti FUlham annað kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×