Vona að ríkisstjórnin hafi kjark til að standa í lappirnar Boði Logason skrifar 10. júní 2013 19:26 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, á Alþingi í kvöld. Mynd/Stefán Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, sagði við setningu sumarþings á Alþingi í kvöld að hún hefði átt von á skýrari skilaboðum frá nýrri ríkisstjórn um aðgerðaáætlun í skuldamálum. Þá sagðist hún einnig vona að efnt verði til þverpólitískrar samvinnu í skuldamálunum. Þá kom hún inn á stjórnarskrármálið sem verður lagt fyrir sumarþingið á næstu dögum. „Ég treysti því að allir þingmenn séu reiðubúnir að taka þátt í þessari vinnu enda ljóst að það er margt sem þarf að skýra í stjórnskipan landsins þegar því er haldið fram að forseti lýðveldisins fari með svokölluð fullveldismál og leggi línurnar í samskiptum Íslands við önnur ríki," sagði hún. Og benti á að fræðimenn hafi nú þegar bent á að þessi túlkun standist ekki skoðun. „Og það vekur auðvitað upp spurningar um það hvaða afleiðingar það hefur þegar stofnanir samfélagsins viðurkenna með beinum eða óbeinum hætti grundvallarbreytingar á lögskýringum, siðum og venjum þannig að upplausnarástand skapast - ég tel ljóst að hér þurfi þingið að taka til verka og ljúka við endurskoðun stjórnarskrárinnar þannig að grunnur samfélagsins sé sterkur og skýrt skilgreindur." Katrín endaði svo ræðu sína á því að hún hafi lært í þáttöku sinni í stjórnmálum að Íslendingar séu bjartsýnir, skynsamir, kjarkmiklir og hugrakkir. „Um það þarf ný ríkisstjórn ekki að efast. En hvernig beitum við þessum eiginleikum í störfum okkar? Við þurfum einmitt að beita rökum en ekki sleggjudómum, dreifa byrðunum af skynsemi, huga að hagsmunum barnanna okkar þegar kemur að umgengni við auðlindir og umhverfi og við þurfum að þora að feta nýjar leiðir, setja ekki öll eggin í sömu körfu og vera óhrædd við að synda á móti straumi. Síðast en ekki síst þarf kjark til að standa í lappirnar með almannahag að leiðarljósi, en stjórnast ekki bara af þröngum sérhagsmunum. Við skulum vona að ný ríkisstjórn hafi kjark til þess því til þess erum við hér, til að vinna fyrir almenning í landinu,“ sagði Katrín. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, sagði við setningu sumarþings á Alþingi í kvöld að hún hefði átt von á skýrari skilaboðum frá nýrri ríkisstjórn um aðgerðaáætlun í skuldamálum. Þá sagðist hún einnig vona að efnt verði til þverpólitískrar samvinnu í skuldamálunum. Þá kom hún inn á stjórnarskrármálið sem verður lagt fyrir sumarþingið á næstu dögum. „Ég treysti því að allir þingmenn séu reiðubúnir að taka þátt í þessari vinnu enda ljóst að það er margt sem þarf að skýra í stjórnskipan landsins þegar því er haldið fram að forseti lýðveldisins fari með svokölluð fullveldismál og leggi línurnar í samskiptum Íslands við önnur ríki," sagði hún. Og benti á að fræðimenn hafi nú þegar bent á að þessi túlkun standist ekki skoðun. „Og það vekur auðvitað upp spurningar um það hvaða afleiðingar það hefur þegar stofnanir samfélagsins viðurkenna með beinum eða óbeinum hætti grundvallarbreytingar á lögskýringum, siðum og venjum þannig að upplausnarástand skapast - ég tel ljóst að hér þurfi þingið að taka til verka og ljúka við endurskoðun stjórnarskrárinnar þannig að grunnur samfélagsins sé sterkur og skýrt skilgreindur." Katrín endaði svo ræðu sína á því að hún hafi lært í þáttöku sinni í stjórnmálum að Íslendingar séu bjartsýnir, skynsamir, kjarkmiklir og hugrakkir. „Um það þarf ný ríkisstjórn ekki að efast. En hvernig beitum við þessum eiginleikum í störfum okkar? Við þurfum einmitt að beita rökum en ekki sleggjudómum, dreifa byrðunum af skynsemi, huga að hagsmunum barnanna okkar þegar kemur að umgengni við auðlindir og umhverfi og við þurfum að þora að feta nýjar leiðir, setja ekki öll eggin í sömu körfu og vera óhrædd við að synda á móti straumi. Síðast en ekki síst þarf kjark til að standa í lappirnar með almannahag að leiðarljósi, en stjórnast ekki bara af þröngum sérhagsmunum. Við skulum vona að ný ríkisstjórn hafi kjark til þess því til þess erum við hér, til að vinna fyrir almenning í landinu,“ sagði Katrín.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira