Frekari áhersla á vatnsaflsvirkjanir Karen Kjartansdóttir skrifar 10. júní 2013 19:38 Iðnaðarráðherra segir reynsluna af Hellisheiðarvirkjun sýna að leggja þurfi frekari áherslu á vatnsaflsvirkjanir og endurskoðun rammaáætlunar. Forstjóri Orkuveitunnar segir hægt að bæta upp orkuskortinn með því að leiða lögn úr Hverahlíð en ekkert yrði þá úr fyrirhugaðri virkjun þar. Borgarfulltrúi og stjórnarmaður Orkuveitunnar segir frekari ágang á náttúruna enga lausn. Ætlunin er að virkjunin geti framleitt 303 megavött á fullum afköstum en dregið hefur úr afköstunum og eru þau nú 276 megavött. Jarðvísindahópur Orkuveitunnar telur að afköstin muni falla um 2,3 prósent að meðaltali næstu árin. Virkjunin var fyrst tekin í notkun árið 2006 en í tíð R-listans í Reykjavíkurborg. Ákvörðunin um hana fór mjög hljótt enda orðaði einn þeirra sem fréttastofa ræddi við vegna málsins það þannig að virkjunin hafi verið reist í skjóli Kárahnjúkavirkjunnar, þar sem öll orka umhverfisverndarsinna fór í hana og deilur við ríkisstjórnina um málið. Vísindamenn munu almennt hafa varað stjórnmálamenn við því að væntingar þeirra til svæðisins væru of miklar en á þær raddir var ekki hlustað. Fyrirsjáanlegt er að vandinn mun vaxa ef ekkert verður að gert. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki getað tjáð sig um ákvarðanir fyrirrennara sinna heldur horfist hann í augu við vandann og leiti lausna. Besta leiðin sé að leggja lögn frá Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun. Sú leið dragi líka úr vandamálum við niðurdælingu á vatni.En er frekari nýting á svæðinu heppilegur kostur í stöðunni? „Það er í raun þannig með allar holur sem við borum að ef hægt er að nota þær sem vinnsluholur þá þarf að tengja þær við virkjunina. Í þessu tilfelli eigum við holur, mjög öflugar holur sem framleiða 45 megavött, þannig það er ekki áhætta sem felst í að bora eftir orku en það þyrfti að tengja holurnar," segir Bjarni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir þetta góð viðbrögð Orkuveitu Reykjavíkur til að koma í veg fyrir frekari ágang á auðlindina og til að hún geti staðið við skuldbindingar sínar. Hún telur þetta ekki merki um að ágangur á náttúruna hafi verið of mikill. „Fyrirtækið er einmitt að koma í veg fyrir of mikinn ágang á auðlindina með þessum viðbrögðum. Þar að auki þá vitum við að það þarf að gefa jarðvarma meiri tíma. Besta ákjósanlega nýtingin á orkuauðlindum landsins er að blanda saman jarðvarmavirkjunum og vatnsaflsvirkjunum. Þess vegna tel ég meðal annars rétt að endurskoða rammaáætlun með því markmiði að athuga hvort ekki megi færa ákjósanlega vatnsaflsvirkjunarkosti í nýtingarflokk til að draga úr þrýstingi á jarðvarmavirkjanirnar," segir Ragnheiður. Hún segir að neðri hluti Þjórsár komi fyrst upp í hugann í þessu samhengi. En langt er í að sátt náist um þetta mál. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitunni, kallar tillögur Bjarna og Ragnheiðar Elínar töfralausnir.En þegar það er ljóst að orkan mun dvína verður ekki að bregðast við stöðunni með einhverju móti? „Við verðum ekki að gera eitt eða neitt. Það eina sem við verðum að gera er að endurskoða virkjanaáforminn öll eins og þau leggja sig. Mögulega verðum við líka að endurskoða alla þá samninga sem liggja fyrir líka," segir Sóley. Hún segir það verða erfitt en það verði líka erfitt að halda áfram að reyna halda áfram að reyna að mæta þeim kröfum sem eru nú gerðar á Orkuveitu Reykjavíkur. „Sem mun bara leiða til enn ágengari nýtingar á kostnað komandi kynslóða og náttúrunnar." Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir reynsluna af Hellisheiðarvirkjun sýna að leggja þurfi frekari áherslu á vatnsaflsvirkjanir og endurskoðun rammaáætlunar. Forstjóri Orkuveitunnar segir hægt að bæta upp orkuskortinn með því að leiða lögn úr Hverahlíð en ekkert yrði þá úr fyrirhugaðri virkjun þar. Borgarfulltrúi og stjórnarmaður Orkuveitunnar segir frekari ágang á náttúruna enga lausn. Ætlunin er að virkjunin geti framleitt 303 megavött á fullum afköstum en dregið hefur úr afköstunum og eru þau nú 276 megavött. Jarðvísindahópur Orkuveitunnar telur að afköstin muni falla um 2,3 prósent að meðaltali næstu árin. Virkjunin var fyrst tekin í notkun árið 2006 en í tíð R-listans í Reykjavíkurborg. Ákvörðunin um hana fór mjög hljótt enda orðaði einn þeirra sem fréttastofa ræddi við vegna málsins það þannig að virkjunin hafi verið reist í skjóli Kárahnjúkavirkjunnar, þar sem öll orka umhverfisverndarsinna fór í hana og deilur við ríkisstjórnina um málið. Vísindamenn munu almennt hafa varað stjórnmálamenn við því að væntingar þeirra til svæðisins væru of miklar en á þær raddir var ekki hlustað. Fyrirsjáanlegt er að vandinn mun vaxa ef ekkert verður að gert. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki getað tjáð sig um ákvarðanir fyrirrennara sinna heldur horfist hann í augu við vandann og leiti lausna. Besta leiðin sé að leggja lögn frá Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun. Sú leið dragi líka úr vandamálum við niðurdælingu á vatni.En er frekari nýting á svæðinu heppilegur kostur í stöðunni? „Það er í raun þannig með allar holur sem við borum að ef hægt er að nota þær sem vinnsluholur þá þarf að tengja þær við virkjunina. Í þessu tilfelli eigum við holur, mjög öflugar holur sem framleiða 45 megavött, þannig það er ekki áhætta sem felst í að bora eftir orku en það þyrfti að tengja holurnar," segir Bjarni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir þetta góð viðbrögð Orkuveitu Reykjavíkur til að koma í veg fyrir frekari ágang á auðlindina og til að hún geti staðið við skuldbindingar sínar. Hún telur þetta ekki merki um að ágangur á náttúruna hafi verið of mikill. „Fyrirtækið er einmitt að koma í veg fyrir of mikinn ágang á auðlindina með þessum viðbrögðum. Þar að auki þá vitum við að það þarf að gefa jarðvarma meiri tíma. Besta ákjósanlega nýtingin á orkuauðlindum landsins er að blanda saman jarðvarmavirkjunum og vatnsaflsvirkjunum. Þess vegna tel ég meðal annars rétt að endurskoða rammaáætlun með því markmiði að athuga hvort ekki megi færa ákjósanlega vatnsaflsvirkjunarkosti í nýtingarflokk til að draga úr þrýstingi á jarðvarmavirkjanirnar," segir Ragnheiður. Hún segir að neðri hluti Þjórsár komi fyrst upp í hugann í þessu samhengi. En langt er í að sátt náist um þetta mál. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitunni, kallar tillögur Bjarna og Ragnheiðar Elínar töfralausnir.En þegar það er ljóst að orkan mun dvína verður ekki að bregðast við stöðunni með einhverju móti? „Við verðum ekki að gera eitt eða neitt. Það eina sem við verðum að gera er að endurskoða virkjanaáforminn öll eins og þau leggja sig. Mögulega verðum við líka að endurskoða alla þá samninga sem liggja fyrir líka," segir Sóley. Hún segir það verða erfitt en það verði líka erfitt að halda áfram að reyna halda áfram að reyna að mæta þeim kröfum sem eru nú gerðar á Orkuveitu Reykjavíkur. „Sem mun bara leiða til enn ágengari nýtingar á kostnað komandi kynslóða og náttúrunnar."
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira