Innlent

Ekið á ær

Gissur Sigurðsson skrifar
Ekið var á hátt í tuttugu kindur, einkum lömb, á Vestfjörðum í síðustu viku.
Ekið var á hátt í tuttugu kindur, einkum lömb, á Vestfjörðum í síðustu viku.

Ekið var á hátt í tuttugu kindur, einkum lömb, á Vestfjörðum í síðustu viku, sem var versta vikan hvað þetta varðar, það sem af er sumri.

Lögreglan á Ísafirði fær reglulega tilkynningar um slíkt, en þrátt fyrir öll þessi tilvik, og að stundum hafi bílar skemmst eitthvað, hefur enginn mennskur vegfarandi slasast. Vegirnir eru ekki girtir af á þessu landssvæði þannig að féð getur valsað um vegina að vild, og bendir lögreglan á Ísafiðri vegfarendum enn og aftur á að sýna varúð þegar þeir sjá til fénaðar við vegina framundan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×