Innlent

61,2 milljarðar í lífeyri og örorku

Heimir Már Pétursson skrifar
Um 51 þúsund manns fengu greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins á síðasta ári.
Um 51 þúsund manns fengu greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins á síðasta ári.
Um 51 þúsund manns fengu greiddan lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins á síðasta ári, þar af um 32 þúsund ellilífeyri og 19 þúsund örorkulífeyri.

Heildarfjárhæð útgreidds lífeyris og tengdra bóta var 61,2 milljarðar króna. Mismunur á heildarkröfum Tryggingastofnunar vegna ofgreidds lífeyris í fyrra og inneignar þeirra sem fengu vangreitt er um 51 milljón króna eða innan við 0,1 prósent af  heildarlífeyrisgreiðslum, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni.

Frávik hafi minnkað umtalsvert milli ára. Kröfur vegna greiðslna umfram rétt séu í langflestum tilvikum innan við 100 þúsund krónur á ársgrundvelli og sama sé að segja um inneignir vegna vangreidds lífeyris.

Á árinu 2012 hafi verið algengt að fjármagnstekjur væru ofáætlaðar í tekjuáætlunum eða í heildina um 3%. Atvinnutekjur voru aftur á móti vanáætlaðar um 6% og lífeyrissjóðstekjur um 4%. Inneignir verða greiddar út 1. ágúst og innheimta krafna hefst 1. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×