Innlent

Miklar skemmdir á vegum eftir veturinn

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Lítið hefur verið um viðhald á vegum síðustu ár að sögn Einars Magnúsar Einarssonar hjá Umferðarstofu.
Lítið hefur verið um viðhald á vegum síðustu ár að sögn Einars Magnúsar Einarssonar hjá Umferðarstofu. MYND/ÚR SAFNI

Víða um landið eru miklar skemmdir á malbiki og slitlagi vega eftir snjómikinn og kaldan vetur.  Holur og misfellur með skörpum brúnum leynast víða og geta reynst varhugaverðar. Slíkt getur valdið alvarlegum skemmdum á bílum og mikilli slysahættu sé ekið hratt.



Vantar fjármagn

Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir meira hafa borið á skemmdunum undanfarin ár en áður. Þetta sé aðallega vegna fjárskorts. „Það er búið að vera mikið álag á vegakerfinu útaf hreinsunum, keðjunotkun og nagladekkjum. Þessu þarf að hafa sérstækar gætur á en það hefur verið lítið um viðhald vegna peningaskorts síðustu ár.“ Einar segir nauðsynlegt að auka fjárstuðning við þetta brýna verkefni þar sem öryggi vegfarenda er í húfi. „Það þyrfti helst að efla til átaks í þessum málum,“ segir hann.

Umferðarstofa hvetur vegfarendur til að gæta fyllstu varúðar og sérstaklega eru bifhjólamenn hvattir til að vera varir um sig þar sem lausamöl og sandur á yfirborði vega getur skapað mikla hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×