Fótbolti

Lið frá lítilli eyju í Indlandshafi að skapa usla í franska bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tveir leikmenn  JS Saint-Pierroise taka mynd af sér með franska bikarnum. Þeir eiga þó enn langt í land áður en þeir komast í tæri við hann.
Tveir leikmenn JS Saint-Pierroise taka mynd af sér með franska bikarnum. Þeir eiga þó enn langt í land áður en þeir komast í tæri við hann. Getty/Scoop Dyga

Áhugamannaliðið JS Saint-Pierroise er að gera flotta hluti í frönsku bikarkeppninni í fótbolta á þessu tímabili.

Liðið er komið alla leið í 32 liða úrslitin eftir að hafa unnið b-deildarliðið Niort á útivelli í síðustu umferð.

Næst mætir liðið Épinal á laugardaginn kemur og í boði er sæti í sextán liða úrslitunum.

Möguleikarnir eru fyrir hendi enda er lið Épina í National 2 deildinni sem er franska D-deildin.

 

Þetta er samt langt frá því að vera dæmigert bikarævintýri hjá litlu. Heimabær JS Saint-Pierroise er nefnilega langt í burtu frá Frakklandi.

JS Saint-Pierroise liðið kemur frá eyjunni Reunion sem er frönsku nýlenda í Indlandshafi.

Aðeins einu sinni áður hefur lið frá franskri nýlendu langt í burtu komist svo langt en það var lið ASC Le Geldar frá frönsku Gvæjana í Suður-Ameríku.

Liðið þarf að ferðast í tæpa tíu þúsund kílómetra til að komast frá Reunion til Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×