Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2015 18:43 Þorkell Helgason, einn þeirra sem stóð að undirskriftarsöfnuninni Þjóðareign, segir að undirskriftasöfnunin hafi ekki snúist um makrílinn fyrst og fremst þrátt fyrir að hann hafi verið tilefnið að því að henni var hrundið í gang. „Það sem vakti fyrir okkur sem stóðum tæknilega að þessari söfnun var að menn leiti allra leiða til að ná sátt, komast til botns í þessum kvótamálum í heild sinni sem hafa vofað yfir þjóðinni í fjóra áratugi og valdið sífelldum deilum. Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum. Ekki bara einhverjar leikreglur, einhver fagurgali eins og að fiskveiðiauðlindin sé í almannaeigu, það verður að vera eitthvað bitastætt innihald. Eins og hvernig eigi þá að greiða fyrir afnot af þessum auðlindum.“ Þorkell ræddi við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra hér að ofan. Undirskriftirnar 53.571 voru afhentar forseta nú í dag. Þorkell benti á að nú hafi í fyrst asnin verið sett ákvæði í lög þar sem beinlínis var kveðið á um að ráðstöfun á kvóta væri til sex ára í senn. „Þetta væri í raun eilífðarákvæði, það væri mjög erfitt að draga það tilbaka af því að það spannaði tvö kjörtímabil.“ Hann segir það ekkert endilega óeðlilegt að ráðstöfun sé til sex ára en að gengið hafi verið frá ákvæðinu á þann hátt að það virtist geta staðið til eilífðarnóns. Mikilvægi hlutinn í undirskriftarsöfnuninni er hinn síðari að mati Þorkels. Hann er sá að það verði að setja ákvæði í stjórnarskrá. Stjórnmálaflokkar á Alþingi verði að komast til botns í því máli.Heldur Þorkell að komandi niðurstaða forseta gæti verið fordæmisgefandi þegar koma hér nýjar fisktegundir inn í lögsöguna? „Ég er eiginlega að gera mér vonir um það að menn reyni nú að finna heildstæða lausn.“ Þorkell segir að Íslendingar eigi það til að veigra sér við að taka á málum í heild og með almennum reglum. „Það er alltaf verið að stoppa í götin eins og Íslendingum er svolítið tamt.“ Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Þorkell Helgason, einn þeirra sem stóð að undirskriftarsöfnuninni Þjóðareign, segir að undirskriftasöfnunin hafi ekki snúist um makrílinn fyrst og fremst þrátt fyrir að hann hafi verið tilefnið að því að henni var hrundið í gang. „Það sem vakti fyrir okkur sem stóðum tæknilega að þessari söfnun var að menn leiti allra leiða til að ná sátt, komast til botns í þessum kvótamálum í heild sinni sem hafa vofað yfir þjóðinni í fjóra áratugi og valdið sífelldum deilum. Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum. Ekki bara einhverjar leikreglur, einhver fagurgali eins og að fiskveiðiauðlindin sé í almannaeigu, það verður að vera eitthvað bitastætt innihald. Eins og hvernig eigi þá að greiða fyrir afnot af þessum auðlindum.“ Þorkell ræddi við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra hér að ofan. Undirskriftirnar 53.571 voru afhentar forseta nú í dag. Þorkell benti á að nú hafi í fyrst asnin verið sett ákvæði í lög þar sem beinlínis var kveðið á um að ráðstöfun á kvóta væri til sex ára í senn. „Þetta væri í raun eilífðarákvæði, það væri mjög erfitt að draga það tilbaka af því að það spannaði tvö kjörtímabil.“ Hann segir það ekkert endilega óeðlilegt að ráðstöfun sé til sex ára en að gengið hafi verið frá ákvæðinu á þann hátt að það virtist geta staðið til eilífðarnóns. Mikilvægi hlutinn í undirskriftarsöfnuninni er hinn síðari að mati Þorkels. Hann er sá að það verði að setja ákvæði í stjórnarskrá. Stjórnmálaflokkar á Alþingi verði að komast til botns í því máli.Heldur Þorkell að komandi niðurstaða forseta gæti verið fordæmisgefandi þegar koma hér nýjar fisktegundir inn í lögsöguna? „Ég er eiginlega að gera mér vonir um það að menn reyni nú að finna heildstæða lausn.“ Þorkell segir að Íslendingar eigi það til að veigra sér við að taka á málum í heild og með almennum reglum. „Það er alltaf verið að stoppa í götin eins og Íslendingum er svolítið tamt.“
Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00
Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05
Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00