Innlent

Slapp lítið meiddur úr bílveltu

Erlendur ferðamaður slapp lítið meiddur eftir að hann missti stjórn á bíl sínum skammt frá Jökulsárlóni undir morgun með þeim afleiðingum að bíllinn valt.

Fólk, sem var að mynda við Lónið sá hvað gerðist og hringdi eftir aðstoð, sem barst frá Hornafirði. Þangað var  ferðamaðurinn fluttur til aðhlynningar á heilsugæslustöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×