Innlent

Dóp falið í ruslakörfu í flugvél

Pakkinn var falinn í ruslakörfu á salerni flugvélar frá Icelandair.
Pakkinn var falinn í ruslakörfu á salerni flugvélar frá Icelandair.
Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega tvítugan karlmann fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots. Manninum er gefið að sök að hafa tekið að sér að taka á móti pakkningu sem innihélt rúmlega 1,2 kíló af amfetamíni. Efnin hafi verið ætluð til dreifingar í ágóðaskyni hér á landi.

Fíkniefnunum, sem voru flutt inn til Íslands sunnudaginn 24. maí 2009 með flugvél Icelandair frá Kaupmannahöfn, hafði verið komið fyrir af óþekktum manni í ruslakörfu salernis flugvélarinnar og fundust þau við leit tollgæslu sama dag.

Manninum sem ákærður er nú er gefið að sök að hafa ætlað að nota sér aðstöðu sína sem starfsmaður Ræstingaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann vann við hreinsun flugvélarinnar. Hann hafi tekið að sér að sjá um fíkniefnin áður en þeim var komið fyrir og hafi hann ætlað sér að sækja þau í ruslakörfuna í flugvélinni og afhenda þau síðan óþekktum manni hér á landi án afskipta yfirvalda. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×