Þingmaður krefur Isavia um svör vegna hvalaauglýsinga 30. júní 2011 10:45 Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar og fulltrúi í samgöngunefnd, sendi forstjóra Isaviu ofh., opinbera fyrirspurn í dag vegna umdeildra auglýsinga sem voru fjarlægðar í Leifsstöð á dögunum. Auglýsingarnar voru á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, og voru gagnrýndar harðlega af hvalveiðimönnum sem sökuðu samtökin um smekklausar árásir. Auglýsingarnar héngu uppi í komusal flugstöðvarinnar en á þeim voru meðal annars rituð slagorð á ensku sem gætu hljóðað svo á íslensku: Hittið okkur. Ekki borða okkur. Fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar er beint að Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia. Meðal þess sem Mörður spyr er: „Hver tók ákvörðun um að þessar auglýsingar brytu í bága við reglur, og við hverja þeirra?" Sjálfur segir Mörður á vefsvæði sínu á Eyjunni, þar sem hann birtir fyrirspurnina, að hún sé tilkomin vegna óskýrra svara upplýsingafulltrúa Isavia í Fréttablaðinu í dag, en þar neitar fyrirtækið að senda siðareglur varðandi auglýsingar, í heild sinni til blaðsins. Hér fyrir neðan má lesa fyrirspurn þingmannsins í heild sinni:Til Björns Óla Haukssonar forstjóra Isaviu ohf.Í tilefni af fréttum um auglýsingar á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna, IFAW, í Leifsstöð óska ég eftir svörum við þessum spurningum:Hvaða reglur gilda um auglýsingar sem Isavia selur í Leifsstöð?Hver tók ákvörðun um að þessar auglýsingar brytu í bága við reglur, og við hverja þeirra?Hver önnur tilvik eru um að Isavia hf. hafi rift samningum um auglýsingar í Leifsstöð?Vinsamlegast svarið sem fyrst, í tölvupósti á netfangið, mordur@althingi.is, eða með bréfi til mín á vinnustað, Alþingi, 150 Reykjavík.Reykjavík 30. júní 2011Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar, fulltrúi í samgöngunefnd. Tengdar fréttir Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar og fulltrúi í samgöngunefnd, sendi forstjóra Isaviu ofh., opinbera fyrirspurn í dag vegna umdeildra auglýsinga sem voru fjarlægðar í Leifsstöð á dögunum. Auglýsingarnar voru á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna IFAW á Íslandi, og voru gagnrýndar harðlega af hvalveiðimönnum sem sökuðu samtökin um smekklausar árásir. Auglýsingarnar héngu uppi í komusal flugstöðvarinnar en á þeim voru meðal annars rituð slagorð á ensku sem gætu hljóðað svo á íslensku: Hittið okkur. Ekki borða okkur. Fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar er beint að Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia. Meðal þess sem Mörður spyr er: „Hver tók ákvörðun um að þessar auglýsingar brytu í bága við reglur, og við hverja þeirra?" Sjálfur segir Mörður á vefsvæði sínu á Eyjunni, þar sem hann birtir fyrirspurnina, að hún sé tilkomin vegna óskýrra svara upplýsingafulltrúa Isavia í Fréttablaðinu í dag, en þar neitar fyrirtækið að senda siðareglur varðandi auglýsingar, í heild sinni til blaðsins. Hér fyrir neðan má lesa fyrirspurn þingmannsins í heild sinni:Til Björns Óla Haukssonar forstjóra Isaviu ohf.Í tilefni af fréttum um auglýsingar á vegum Alþjóða-dýraverndarsamtakanna, IFAW, í Leifsstöð óska ég eftir svörum við þessum spurningum:Hvaða reglur gilda um auglýsingar sem Isavia selur í Leifsstöð?Hver tók ákvörðun um að þessar auglýsingar brytu í bága við reglur, og við hverja þeirra?Hver önnur tilvik eru um að Isavia hf. hafi rift samningum um auglýsingar í Leifsstöð?Vinsamlegast svarið sem fyrst, í tölvupósti á netfangið, mordur@althingi.is, eða með bréfi til mín á vinnustað, Alþingi, 150 Reykjavík.Reykjavík 30. júní 2011Mörður Árnason alþingismaður, formaður umhverfisnefndar, fulltrúi í samgöngunefnd.
Tengdar fréttir Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Ekki í fyrsta sinn sem birtingum er neitað Isavia hefur nú endurgreitt dýraverndunarsamtökunum International Fund of Animal Welfare (IFAW) og Samtökum hvalaskoðunarfélaga leigu á auglýsingaplássi í Leifsstöð. Auglýsingarnar voru teknar niður þar sem þær voru taldar stangast á við siðareglur Isavia ohf. um birtingu auglýsinga. Isavia neitaði að senda Fréttablaðinu siðareglurnar í heild. 30. júní 2011 07:00