Innlent

Skólarnir hefjast í dag

Börn að leik við Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA
Börn að leik við Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur. Fréttablaðið/GVA
Umþaðbil 40 þúsund börn hefja skólagöngu í dag þegar grunnskólarnir verða settir og hefst kennsla á morgun. Fjöldi barna mun þá stíga sín fyrstu skref í umferðinni og vill Samgöngustofa brýna fyrir fólki að kenna börnum á umferðina og bendir á að barn, sem er að byrja í skóla, hafi ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem skiptir máli  að gefa gaum í uimferðinni.

Því eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum að þó  að þau sjái bíl, sé ekki víst að bílstjórinn sjái þau. Þá verður lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, og sjálfsagt víðar um land, með aukið umferðareftirlit í grennd við skóla næstu dagana, einkum á morgnanna, þegar börn eru á leið í skóla, og svo síðdegis þegar þau halda heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×