Lífið

Ilmandi handklæði í úrslit á vörusýningu

Sara McMahon skrifar
Ilmandi handklæði frá Scintilla komust í úrslit í keppni um bestu nýju vöruna á vörusýningunni New York Now. Linda Björg Árnadóttir er eigandi fyrirtækisins.
Ilmandi handklæði frá Scintilla komust í úrslit í keppni um bestu nýju vöruna á vörusýningunni New York Now. Linda Björg Árnadóttir er eigandi fyrirtækisins. Fréttablaðið/Vilhelm
„Þetta er ein af stærstu vörusýningum heims fyrir heimilis- og gjafavörur. Um 2800 vörumerki taka þátt í sýningunni og allir helstu leikmenn í þessum bransa eru þarna. Mér skilst að um sjötíu merki hafi keppt í Best New Product Award að þessu sinni,“ segir Arna Sigrún Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Scintilla. Vara frá merkinu lenti í þriðja sæti í keppni um bestu nýju vöruna á vörusýningunni New York Now.

Ilmandi handklæði úr lífrænni bómull frá Scintilla hrepptu þriðja sætið í þessari virtu keppni, en handklæðin þola allt að þrjátíu þvotta áður en ilmurinn hverfur úr þeim. „Þetta er ekki ný tækni en hún hefur lítið verið notuð í vörum sem þessum. Við erum með þrjá ilmi sem allir eru innblásnir af vestfirskri náttúru og heita Westwinds and Silent Sands, Wild Thyme and Blueberries og Rain and Deep Blue Water.“

Aðspurð segist Arna Sigrún þess fullviss að velgengni Scintilla í keppninni muni vekja enn frekari athygli á merkinu. „Þetta hefur aukna umfjöllun í för með sér, bæði í Bandaríkjunum og víðar.“



Ilmandi handklæði frá Scintilla.
Scintilla er hönnunarfyrirtæki sem hannar heimilistextíl-línu með áherslu á grafík, munstur og áferðir. Stofnandi Scintilla er Linda Björg Árnadóttir, textílhönnuður og lektor við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands.

Skoða má heimasíðu Scintilla hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.