Lífið

Fara ekki frá Suðureyri

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Act alone fer ekki neitt Elfar Logi er ánægður með Act Alone eins og hún er.
Act alone fer ekki neitt Elfar Logi er ánægður með Act Alone eins og hún er. Fréttablaðið/GVA
„Act Alone verður áfram á Suðureyri,“ segir Elfar Logi Hannesson, einn skipuleggjenda einleikshátíðarinnar Act Alone.

Hátíðin var haldin í tíunda sinn fyrr í mánuðinum.

Fjöldi listamanna lagði leið sína vestur á firði til þess að vera viðstatt og taka þátt í hátíðinni.

Aldrei hafa verið fleiri gestir á hátíðinni þar sem gestafjöldi fór yfir 2.000 manns.

Einhverjar raddir voru á lofti um að hátíðin hefði sprengt utan af sér og því þyrfti jafnvel að færa hátíðina til þess að geta rúmað fleira fólk.

„Alls ekki. Við kunnum vel við okkur hér á Suðureyri og hlökkum til að sjá alla að ári,“ segir Elfar Logi, léttur í bragði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.