Innlent

Vantreysta þingi út af skítkasti

Valur Grettisson skrifar
Alþingi Samskipti þingmanna eru vandamál að mati kjósenda.
Alþingi Samskipti þingmanna eru vandamál að mati kjósenda.
Tæplega 80% svarenda í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á trausti til Alþingis segjast vantreysta þingi vegna samskiptamáta þingmanna.

14% segjast treysta Alþingi. Könnunin var kynnt á þingi í gær. Þar kom fram að vantraustið beindist ekki að stofnuninni sjálfri heldur frekar hegðun þingmanna.

Þannig kom fram að fólki fyndist þingmenn sýna hver öðrum virðingarleysi og standa í sífelldu óþarfa rifrildi og „skítkasti“ á kostnað málefnalegrar umræðu og samvinnu.

Þá sögðu 72% svarenda vantraust þeirra beinast að vinnulagi þingmanna.

Niðurstöður sýna að fólki þyki forgangsröðun á þingi röng og að þingmenn hlusti ekki á almenning og séu þar af leiðandi ekki í nægilegum tengslum við fólkið í landinu.

Þá þykir vinnulag á þingi einnig einkennast af aðgerða- og getuleysi þingmanna til að fylgja málum eftir og klára. Tekið var 1.200 manna einfalt tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Könnunin var framkvæmd í febrúar og mars síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×