Enginn var með allar tölur réttar í íslenska lottóinu þennan laugardaginn og fór aðalvinningurinn því ekki út. Sömu sögu er hægt að segja af bónusvinningnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Einn heppinn aðili var með fjórar tölur réttar í Jókernum og hlýtur hann að launum 100.000 krónur. Vinningsmiðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú.
Fjórir aðilar tippuðu rétt á alla leiki enska seðilsins í dag en leikirnir eru alls þrettán. Einn vinningshafinn var hópur frá Grindavík en þetta er þriðja vikan í röð sem einhver frá Grindavík hittir á þrettán rétta.
Tveir vinningshafanna keyptu miða sína á 1X2.is en síðasti vinningshafinn styður Víking Ólafsvík. Hver vinningshafi um sig hlýtur 600.00 krónur í verðlaun.
