Hættir rekstri Litlu kaffistofunnar en vonar að fótboltasafnið verði áfram Bjarki Ármannsson skrifar 9. janúar 2016 11:15 Stefán Þormar Guðmundsson lætur brátt af störfum en hann hefur rekið einn þekktasta áningarstað landsins í 24 ár. Vísir/AFP Stefán Þormar Guðmundsson, sem rekið hefur Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi í nærri aldarfjórðung, lætur brátt af störfum. Auglýst er eftir rekstraraðila á kaffistofunni í Fréttablaði dagsins í dag. „Ég verð sjötugur á þessu ári og þá fer maður að verða vígmóður,“ segir Stefán. „Ég er búinn að vera þarna síðan 1992, svo það er dágóður tími. Maður verður að fara að leggja árar í bát.“ Litla kaffistofan er, líkt og segir í auglýsingunni í Fréttablaðinu, einn þekktasti áningarstaðurinn við þjóðveg eitt og hefur verið rekin frá því í júní 1960. Stefán kveðst ánægður með reksturinn undanfarin ár og segir að staðurinn eigi gott gengi framundan ef rétt er haldið á spilunum.Stefán Þormar hefur staðið vaktina á Litlu kaffistofunni frá árinu 1992.Vísir/Anton„Þetta hefur ótrúlega drjúgt, það er auðvitað fyrst og fremst viðskiptavinunum að þakka sem stoppa hér,“ segir hann. „Ég held að það sé ekkert karlagrobb í okkur að segja að þetta er orðin vel þekkt kaffistofa. Góður áningastaður og hefur oft verið björgunarskýli, þó að björgunarsveitirnar séu búnar að taka það af okkur núna.“ Allir sem litið hafa við á Litlu kaffistofunni undanfarin ár kannast við stórskemmtilega knattspyrnumyndasafnið sem Stefán hefur komið þar upp. Blaðamaður getur hreinlega ekki annað en spurt Stefán, hvað verður um það þegar hann hættir? „Já, það er gott að þú komst inn á þetta,“ segir Stefán. „Það eru mínar mestu áhyggjur.“Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður heimsótti Litlu kaffistofuna árið 2014 og fékk að skoða safnið. Innslag hans má sjá hér fyrir neðan.Stefán hefur klippt knattspyrnumyndir úr dagblöðum frá því að hann var tíu ára en síðan hefur bæst vel í safnið úr öllum áttum. Hann er á þeirri skoðun að safnið eigi að fá að vera áfram uppi á vegg. „Ég get nú ekki farið með þetta í gröfina með mér. Ég bara trúi ekki öðru en að hér komi aðilar sem sýni því skilning að þetta á að vera hér uppi á vegg, þó ég ætli ekki að hafa neina skoðun á því. Þetta á ekki að fara inn á KSÍ eða skrifstofur einhversstaðar þar sem fáir sjá því þetta er alveg ótrúlegt aðdráttarafl sem við höfum notið góðs af. Þannig ég vona að það líði ekki undir lok.“ Tengdar fréttir Vertinn á Litlu kaffistofunni fjúkandi illur út í veðurfræðinga Stefán Þormar Guðmundsson er ósáttur við að veðurfræðingar séu að segja fólki hvort fært sé yfir Hellisheiðina eða ekki. 6. janúar 2015 18:26 Byrjaði að safna íþróttamyndum 10 ára gamall Í júní voru liðin 55 ár frá því að Litla kaffistofan var opnuð við Suðurlandsveg. Úrklippusýning vekur athygli á meðal gestanna. 16. júlí 2015 07:00 Óskemmtileg lífsreynsla, segir eigandi Litlu Kaffistofunnar "Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óskemmtileg lífsreynsla," segir Stefán Þormar Guðmundsson eigandi Litlu kaffistofunnar. Par vopnað hnífi og hafnarboltakylfu reyndi að ræna staðinn í morgun. 22. desember 2007 10:32 Fólk hljóp á dyr í Litlu Kaffistofunni Skálftinn sem reið yfir á tólfta tímanum í dag fannst greinilega við Litlu Kaffistofuna á Suðurlandsvegi. Stefán Þormar Guðmundsson, staðahaldari, segir að gestum og starfsfólki hafi verið brugðið og að nokkrir hafi hlaupið á dyr. 30. ágúst 2012 12:14 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Stefán Þormar Guðmundsson, sem rekið hefur Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi í nærri aldarfjórðung, lætur brátt af störfum. Auglýst er eftir rekstraraðila á kaffistofunni í Fréttablaði dagsins í dag. „Ég verð sjötugur á þessu ári og þá fer maður að verða vígmóður,“ segir Stefán. „Ég er búinn að vera þarna síðan 1992, svo það er dágóður tími. Maður verður að fara að leggja árar í bát.“ Litla kaffistofan er, líkt og segir í auglýsingunni í Fréttablaðinu, einn þekktasti áningarstaðurinn við þjóðveg eitt og hefur verið rekin frá því í júní 1960. Stefán kveðst ánægður með reksturinn undanfarin ár og segir að staðurinn eigi gott gengi framundan ef rétt er haldið á spilunum.Stefán Þormar hefur staðið vaktina á Litlu kaffistofunni frá árinu 1992.Vísir/Anton„Þetta hefur ótrúlega drjúgt, það er auðvitað fyrst og fremst viðskiptavinunum að þakka sem stoppa hér,“ segir hann. „Ég held að það sé ekkert karlagrobb í okkur að segja að þetta er orðin vel þekkt kaffistofa. Góður áningastaður og hefur oft verið björgunarskýli, þó að björgunarsveitirnar séu búnar að taka það af okkur núna.“ Allir sem litið hafa við á Litlu kaffistofunni undanfarin ár kannast við stórskemmtilega knattspyrnumyndasafnið sem Stefán hefur komið þar upp. Blaðamaður getur hreinlega ekki annað en spurt Stefán, hvað verður um það þegar hann hættir? „Já, það er gott að þú komst inn á þetta,“ segir Stefán. „Það eru mínar mestu áhyggjur.“Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður heimsótti Litlu kaffistofuna árið 2014 og fékk að skoða safnið. Innslag hans má sjá hér fyrir neðan.Stefán hefur klippt knattspyrnumyndir úr dagblöðum frá því að hann var tíu ára en síðan hefur bæst vel í safnið úr öllum áttum. Hann er á þeirri skoðun að safnið eigi að fá að vera áfram uppi á vegg. „Ég get nú ekki farið með þetta í gröfina með mér. Ég bara trúi ekki öðru en að hér komi aðilar sem sýni því skilning að þetta á að vera hér uppi á vegg, þó ég ætli ekki að hafa neina skoðun á því. Þetta á ekki að fara inn á KSÍ eða skrifstofur einhversstaðar þar sem fáir sjá því þetta er alveg ótrúlegt aðdráttarafl sem við höfum notið góðs af. Þannig ég vona að það líði ekki undir lok.“
Tengdar fréttir Vertinn á Litlu kaffistofunni fjúkandi illur út í veðurfræðinga Stefán Þormar Guðmundsson er ósáttur við að veðurfræðingar séu að segja fólki hvort fært sé yfir Hellisheiðina eða ekki. 6. janúar 2015 18:26 Byrjaði að safna íþróttamyndum 10 ára gamall Í júní voru liðin 55 ár frá því að Litla kaffistofan var opnuð við Suðurlandsveg. Úrklippusýning vekur athygli á meðal gestanna. 16. júlí 2015 07:00 Óskemmtileg lífsreynsla, segir eigandi Litlu Kaffistofunnar "Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óskemmtileg lífsreynsla," segir Stefán Þormar Guðmundsson eigandi Litlu kaffistofunnar. Par vopnað hnífi og hafnarboltakylfu reyndi að ræna staðinn í morgun. 22. desember 2007 10:32 Fólk hljóp á dyr í Litlu Kaffistofunni Skálftinn sem reið yfir á tólfta tímanum í dag fannst greinilega við Litlu Kaffistofuna á Suðurlandsvegi. Stefán Þormar Guðmundsson, staðahaldari, segir að gestum og starfsfólki hafi verið brugðið og að nokkrir hafi hlaupið á dyr. 30. ágúst 2012 12:14 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Vertinn á Litlu kaffistofunni fjúkandi illur út í veðurfræðinga Stefán Þormar Guðmundsson er ósáttur við að veðurfræðingar séu að segja fólki hvort fært sé yfir Hellisheiðina eða ekki. 6. janúar 2015 18:26
Byrjaði að safna íþróttamyndum 10 ára gamall Í júní voru liðin 55 ár frá því að Litla kaffistofan var opnuð við Suðurlandsveg. Úrklippusýning vekur athygli á meðal gestanna. 16. júlí 2015 07:00
Óskemmtileg lífsreynsla, segir eigandi Litlu Kaffistofunnar "Það er óhætt að segja að þetta hafi verið óskemmtileg lífsreynsla," segir Stefán Þormar Guðmundsson eigandi Litlu kaffistofunnar. Par vopnað hnífi og hafnarboltakylfu reyndi að ræna staðinn í morgun. 22. desember 2007 10:32
Fólk hljóp á dyr í Litlu Kaffistofunni Skálftinn sem reið yfir á tólfta tímanum í dag fannst greinilega við Litlu Kaffistofuna á Suðurlandsvegi. Stefán Þormar Guðmundsson, staðahaldari, segir að gestum og starfsfólki hafi verið brugðið og að nokkrir hafi hlaupið á dyr. 30. ágúst 2012 12:14