Innlent

Enn skelfur jörð í Hveragerði

Fáeinir skjálftar hafa mælst nærri Hellisheiðarvirkjun frá miðnætti í nótt. Sá stærsti mældist þrír á richter og svo nokkrir um tveir á stærð.

Verulega dró úr skjálftavirkninni við Hellisheiðarvirkjun eftir hádegi í gær. íbúum Hveragerðis var verulega brugðið eftir að tveir skjálftar, sem voru fjórir á stærð, mældust á Hellisheiðinni á innan við klukkustund í gærmorgun.

Ástæðan fyrir skjálftunum er niðurdæling heits vatns á vegum Orkuveitu Reykjavíkur, sem hefur valdið fjölda smáskjálfta.

Forsvarsmenn Orkuveitunnar hafa boðað til upplýsingafunds á Hótel Örk annað kvöld.


Tengdar fréttir

Vilja að skjálftunum linni

Iðnaðar- og umhverfisráðuneytið hafa óskað eftir því að mikil skjálftavirkni við Hellisheiðarvirkjun verði skoðuð. Bæjarstjórinn í Hveragerði segir skjálftana vekja ugg hjá bæjarbúum og telur að Orkuveitan verði að breyta starfsaðferðum sínum svo íbúarnir þurfi ekki að búa við síendurtekna skjálfta.

Tveir snarpir jarðskjálftar nærri Hveragerði

Jarðskjálfti upp á 3,8 á richter skók jörðu rétt eftir klukkan níu í morgun. Upptök skjálftans voru við Hellisheiðarvirkjun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Bæjarstjórnin segir ólíðandi að OR framkalli jarðskjálfta

Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur íbúa vegna síendurtekinna jarðskjálftahrina sem orsakast af niðurdælingu affallsvatns frá Hellisheiðarvirkjun. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 um helgina og í gær ályktaði bæjarstjórnin að það væri með öllu ólíðandi að framkallaðir séu jarðskjálftar af mannavöldum, allt að 3,5 á Richter skala, með fyrrgreindum áhrifum á nærumhverfið.

Manngerðir jarðskjálftar: "Það er alls ekki í lagi“

"Ég hef aldrei orðið fyrir alvarlegum óþægindum af þessu eins og ég segi er ég ekki hrædd, manni bara bregður. En sú tilhugsun að þetta er af mannavöldum? Það finnst mér aftur ekki í lagi, alls ekki í lagi,“ segir Anna Halla Hallsdóttir, íbúi í Hveragerði um jarðskjálftana en íbúum er verulega brugðið eftir morguninn, enda skóku tveir skjálftar bæinn á innan við klukkustund. Báðir mældust fjórir á richter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×