Innlent

Ekkert ferðaveður á Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiði er ófær fyrir litla bíla.
Holtavörðuheiði er ófær fyrir litla bíla. MYND/Vilhelm

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er óveður og hálka á Holtavörðuheiði og ekkert ferðaverður fyrir litla bíla. Á Suður- og Suðausturlandi eru vegir hins vegar víðast greiðfærir. Á Vesturlandi er víða hálka eða hálkublettir og óveður er í Staðarsveit.

Á Vestfjörðum er víða hálka og skafrenningur. Á Steingrímsfjarðarheiði er

snjóþekja og stórhríð og vegna vonskuveðurs er búist við að heiðin verði ófær fljótlega eftir að þjónustu lýkur klukkan 20:00. Þá er Klettsháls orðin ófær.

Vegfarendur er beðnir um að kynna sér færð og ástand vega áður en lagt er í ferðalög á Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er hálka eða hálkublettir.

Á Austurlandi er víða hálka og hálkublettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×