Innlent

Haraldur endurkjörinn formaður Bændasamtakanna

MYND/Teitur

Haraldur Benediktsson var endurkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára á Búnaðarþingi í dag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökunum hlaut Haraldur mjög afgerandi kosningu eða 46 af 49 greiddum atkvæðum en tveir seðlar voru ógildir, þar af annar með nafni Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og einn auður. Með Haraldi í stjórn Bændasamtakanna voru endurkjörnir Sveinn Ingvarsson, Sigurbjartur Pálsson og Jóhannes Sigfússon en ný í stjórn eru Karl Kristjánsson, Svana Halldórsdóttir og Þorsteinn Kristjánsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×