Innlent

Skrumskæling að halda fram að húðkrabbamein sé ekki hættulegt

Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands segir það skrumskælingu þegar því sé haldið fram að ekki sé hættulegt að fá húðkrabbamein, eins og haldið var fram í einu dagblaðanna í dag. Tæp tuttugu prósent karla sem fá sortuæxli látast af sjúkdómnum.

Á forsíðu Morgunblaðsins í dag birtist grein undir fyrirsögninni húðkrabbamein til bóta. Þar er sagt frá því að vísindamenn hafi komist að þeirri óvæntu niðurstöðu að húðkrabbamein geti verið til marks um heilbrigði og meðal annars vitnað í yfirlækni danskra krabbameinssamtaka. Í greininni kemur fram að þeir sem hafi greinst með húðkrabbamein lifi að meðaltali lengur en þeir sem ekki hafi greinst með það.

Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands hún segir í greininni sé un nokkra skrumskælingu að ræða. Verið að tala um meinlítil æxli en hér á landi sé mest talað um sortuæxli. Um sex prósent kvenna sem fá sortuæxli látast af völdum sjúkdómsins en um átján prósent karla. Ástæður þess að þeir sem fái meinlitlu æxlin lifi lengur geti verið sú að oft sé um að ræða efnameira fólk sem oft lifi við betri lífkjör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×