Innlent

150 þúsund króna sekt fyrir ofsaakstur í tvígang

MYND/Guðmundur

Það léttist væntanlega pyngjan hjá sautján ára pilti sem tekinn var fyrir ofsaakstur á Hafnarfjarðarvegi í gær. Þetta var í annað sinn á tíu dögum sem hann var tekinn fyrir slíkt háttalag og þarf hann að reiða fram 150 þúsund krónur í sekt.

Pilturinn mældist á 148 kílómetra hraða á Hafnarfjarðarvegi í gær en fyrir tíu dögum var hann gripinn á eilítið minni hraða á Kringlumýrarbraut. Sektin í gær hljóðar upp á 90 þúsund krónur en sú fyrri upp á 60 þúsund en auk þess segir lögregla að hann eigi yfir höfði sér tveggja mánaða ökuleyfissviptingu. Hann fái því væntanlega tíma til að hugsa sitt ráð sitt en pilturinn fékk ökuleyfi fyrr í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×